Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Qupperneq 74
68
Jón Olafsson:
I IÐUN'N
til suðurs og eru þar alvana mið Frakka, og hefi ég
oftar en einu sinni siglt þar í gegnum llota þeirra,
er ég fór á milli landa. Halakletturinn er þverbeinar
klettaraðir út að sjónum. Neðst er ein sandrák eða
belti og hátt þverhnýpt klettabelti fyrir neðan; en
þar niður af snarbrattar skriður ofan í sjó. Úr heið-
inni, þar sem við vorum, mátti ganga rákina yfir í
Vattarness-land. Svo var hún þó tæp, að ekki gátu
tveir gengið samsíða, og ef fótur skrikaði, þá var
ekki annað en hrapa niður fyrir klettinn og eitthvað
ofan eflir skriðunum, og væri það hvers manns bani.
Rákina þorði ég aldrei að ganga og ekki heldur pilt-
urinn, sem með mér var; en það vissi ég þó, að
Páll bróðir minn hafði gengið rákina og einir tveir
eða þrír aðrir, sem ég hafði heyrt getið um.
Við sátum yíir á klettahjalla, sem heitir Grenis-
hjalli og héldum fénu í lrvamminum inn frá Hjall-
anum. Stundum vildi það rása út fyrir lijallann, en
við gætlum þess að láta það ekki fara of langt austur
eftir, því að þá hefði einliver óþægðar-rollan verið
vís til að rása úl sandrákina undir Halakletti, en þá
leið treysli hvorugur okkar sér á eftir þeim. Heiðin
þarna út frá er rélt uppi undir fjallsbrún, og vildu
ærnar stundum rása upp á brúnir, en þangað var
örstutt og greiðfært. Heiðin er sunnan i fjallinu og
er grösug, en frambrúnin á lienni myndasl af snar-
bröttu klettabelti, en þar fyrir neðan ýmist skriður
eða meir eða minna gróin brött brekka alt ofan
undir sjó. Öll klettabelti á auslfjörðum eru hæsl jrzt
við sjó, en svo ská-hallar þeirn inn eftir. Niður
gegn urn þessi kleltabelli voru suinstaðar sprungur
eða gjótur, snarbraltar og oft lausagrjót á botninum-
Sumar voru greiðfærar upp og niður, aðrar torfærar
eða illfærar. Varla var nokkur sú gjóta, sem ég rynni
ekki upp og niður eins og köttur. Var ég stundum