Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Síða 84
78
Sigurður Guðmundsson:
[ IÐUNN
er honum þykir meina verst, enda er ekkert eins
ófrjótt og það. Þessir andar deyfðar og tómlætis
sveima um alt þjóðlíf vort og valda hvarvetna hin-
um mestu spellum. Ar eftir ár og öld eflir öld láta
þeir oss varbúna við hafísnum, kennaranuin,
»sem prumað hefir i þúsund ár
hvað pjóðin vor aldregi nemur«.
Altaf er því treyst, að hann, misltunnarleysið sjálft og
harkan, sneiði hjá oss að þessu sinni. Þeir stefna
oss fyrirhyggjulaust í deilur við erlent vald. Oss
gleymist nú hvað eftir annað, að »í upphaíi skyldi
endirinn skoða«, að hugsa þá leiki, er andstæðingur
vor leiki næst, hvað þá heldur að vér höfum fyrir
því að hugsa 3—4 leiki, og þá er lítil von á, að vér
vinnum taflið. Þeir valda því, að vér gleymum óvin-
unum í hugskotum vorum, þeim er alt af leiða oss á
glapstigu i líferni voru og viðleitni. Gerum ráð fyrir,
að einhver hefði þotið inn í einhverja búðina bruna-
nóttina, í því skyni að bjarga nokkrum skrautgrip-
um frá bálinu og látið lííið fyrir. Myndi ekki öllum
þykja ofmikið lagt í sölurnar? Þessi tíðindi gerðust
ekki, sem betur fór. En svipað þessu fer mörgum.
Margur týnir andlegu lífi sínu, af því að alt fór í
baráttu fyrir ytri gæðum, heimstign og veraldar-hé-
góma. Þeir höfðu ekki gát á liferni sínu, gerðu sér
aldrei grein fyrir kjarna allra verðmæta, lifðu ekki
lífinu með neinni hugsun. Aðrir eyða beztu árunum
í afreks- og frægðar-drauma í stað þess að verja
þeim til afreksverka. Svo undarlegl sem það er, hefir
fjölda manna ekki hugsast það fyrr en um seinan,
að vísdóms og kunnáttu aíla menn sér ekki án a*
reynslu og erfiðis. Slundum tókst þeim að telja sér tru
um, að þeir gætu skift um skap og vilja næsla dag-
Þeir skutu því á fresl til morguns, er eins mátU
byrja í dag. Fyrirhyggjuna skorli, gát á því, hvert