Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Qupperneq 98
92
Ritsjá.
IÐUNN
leniur þvi við klettaklungur
kastar þvi svo upp i vik.------
f*ú sem vcldur pessum skrefum,
pekkir blygðun svikarans
og færð að kenna á hefni-hnefum
hnúa-bera sannleikans.
En pað er ekki svo að skilja sem tómir þistlar og þyrn-
ar séu á skáldmeiði Jakobs; par eru líka fögur blóm og
stórfengleg og stundum einkennilega skrítin eins og brönu-
grösin. Og svo eru loks þessar myndir úr pjóðlínnu (sbr.
»Eldabuskan« hér að framan), sem hann dregur allra
manna bezt og ég hygg að verði honum liamingjudrýgstar
á skáldbrautinni. Sem dæmi skal ég að eins nefna hið
undurhlýja og fagra kvæði »Jól«, hið stórfenglega og karl-
mannlega kvæði »í hákarlalegum« og petta óheflaða, en
pó smellna kvæði wSambýlið á Jöðrum«, er sjálfur Fröding,
stórskáldið sænska, mundi ekki liafa skammast sin fyrir.
Líklegast má helzt ekki nefna kvæði eins og »Kamburinn«,.
af pvi að pað er lúsakambur, sem um er að ræða, og pó
er í pví kvæði fólgið svo fjári gott skens til hinna svo-
nefndu lýðskrumara.
Ýmis fleiri kvæði vildi ég hafa nefnt úr þessu litla
kveri, en rúmið leyíir pað ekki. Pó vildi ég nú að siðustu
vikja nokkrum orðum að skáldinu sjálfu. Eitt kvæði hans
nefnist »Að fjallabaki«, og mér finst það vera svo átakan-
leg sjálfslýsing. Alaðurinn er ungur og umkomulaus, oft
atvinnulaus verkamaður og hefir ekki átt neinu láni að
fagna i lífinu. Og pó práir hpnn að vonum bæði sól og
sumar. Ilann langar til að leggja á fjallið og komast upp
á tindinn, eins og sjá má af fyrsta kvæðinu:
Uppi i blámanum atkvarfs ég leita
augunum þreyttum al' húmi og snjá;
livernig sem skuggarnir skygninu breyla,
skima ég þangað af lyftandi þrá.
Gef mér pví itak i sólbjarmans sjóði,
sendu mér skin yllr hugarins snjá,
heiðríkja! — bæði í lífi og ljóði
lyftu mér til pín í dagveldin há.