Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Síða 99
SÐUNN]
Ritsjá.
!)3
Pað cr sýnilegt á pessum ljóðlínum, hversu hann langar
upp í heiðríkjuna. En nú um stund verður hann pó að
fara að fjallabaki. Ástæðurnar leyfa ekki annað, og pá
hveður hann:
()g áfram held ég yfir pessi fjöll,
pótt aldrei íinni eg greiða vegi tíðar,
pótt herði frost og framtið min sé öll
í frændsemi við nótt og sortahríðar.
Svo kveð ég alla kunningjana hér,
og kærar pakkir fyrir glaðar stundir.
Pið gleymið mér, ef fjöllin skakt ég fer
— ef forlaganna sköflum verð ég undir.
Nei! Jakob. Við sjáumst aftur. Eg veit, að maðurinn á
svo mikinn kjark til og karlmannslund, að hann lætur
naumast bugast i torfærunum. Og heflr hann ekki sjálfur
sagt:
Pótt mcr auðnist ekki að sja
ævi-éljum linna,
lirifinn get ég hluslað á
lilátur vona minna.
Eg óska pess okkar vegna, að hann megi komast u]>p
á tindinn og að hann eigi eftir að koma niður — sólarmegin!
Á. II. D.
»Um Harald hárfagra. Frásagnir Heims-
kringlu og annara fornrita vorra. Eftir Eggert
Briem frá Viðey.« 149 bls. í Skírnis-broti. Rvik
1915.
Pað er nýnæmi í íslenzkum bókmenlum, að maður gefi
út heila bók um sögulegar rannsóknir, og pað á sjálfs sín
kostnað.
Eg er of illa að mér til pess að geta mctið og dæmt til
fullnustu um verk höfundarins. En pað pykir mér örugt
að segja, að hann muni í helzlu aðalatriðunum hafa rétt
lyrir sér. T. d. um merkinguna í »óðal«. Og skýring hans
á Haraldsrétti, sem að vísu er ný, liygg ég að sé vafalaust
s’étt. Enda flnst mér, að pað sem óljóst hefir verið og fræði-