Búfræðingurinn - 01.01.1939, Qupperneq 10
6
BÚFRÆÐINGURINN
Morgni, Huld (hinni nýju) auk margra blaðagreina. Koma
þar allsstaðar fram ótvíræðir rithöfundarhæfileikar hans,
þar sem ekki skeikaði um skipun efnis né orða, enda var
hann með ágætum nákvæmur, vandvirkur, gjörhugull og
orðsnjall. Og svo var honum stíllinn runninn í „merg og
bein“, að höfundarmarkið er auðþekkt á hverri síðu. Bók
hans Hestar, sem að sjálfsögðu er mesta ritverk hans,
mun að áliti allra dómbærra manna vera skýrt og glöggt
vísindarit, sem hvergi verður þurrt né torskilið. Þykir mér
sem grunntónninn sé þar nærgætni, mannúð og mildi og
drengskapur gagnvart þarfasta þjóninum. Er þaö athygli vert,
að hvergi túlkar höf. þar þessi hugðarefni sín svo, að hið
hljóðnæmasta eyra greini nokkursstaðar prédikunartón. Held-
ur kallar hann fram hjá lesandanum bergmál sinnar eigin
skapgerðar á sama hátt og sterkur persónuleiki góðs manns
leitast við að hlaða þá sem hann umgengst, án þess að
honum sé það sjálfum Ijóst. Hér birtist áreiðanlega sönn
mynd af höfundinum, það sem hún nær. Ekkert var honum
fjær skapi en að vilja villa á sér heimildir, eða sýnast meiri
eða betri en hann var.
Ég stilli mig ekki um að birta hér nokkrar línur úr bréfi,
sem hann skrifaði mér 17. des. s. 1., ef til vill síðasta sendi-
bréfinu, sem hann skrifaði. Þessar fáu línur gefa nánari
og réttari lýsingu af höfundinum en mér væri unnt í lengra
máli. Hann segir svo: „Loksins hafðist það í byrjun desember
að koma út pésa, sem ég skrifaði í fyrra og hitt hið fyrra,
um járningar. Hann er lagður af stað fyrir nokkru norður
aö Skriðulandi. Ef svo færi, að hann kæmist alla leið, þá
ætla ég að biöja þig aö bjóöa tötrinu inn, og láta hann ekki
gjalda þess mjög, þó hann sé nokkuð fjaðrafár, því að þá
langar einnig til að lifa, sem fara illa útbúnir úr föðurgarði."
Gáfur Theódórs voru meö ágætum skarpar, en þó sérstak-