Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 15
BÚFRÆÐINGURINN
11
er næst skulu erfa landið. f skólum blanda menn hugum
saman og læra að vinna í félagi. Þar eignast mörg óspillt
æskusál félaga og vini, sem oft er gróði og nautn að minn-
ast um langa æfi.
Fyrir því leikur mörgum hugur á að eiga eitthvað það,
er tengir þá við menntasetur sitt og horfna félaga. En oft
er þetta erfiðleikum bundið, því að störf skólabræðra og
systra gerast mörg og sundurleit, en dvalarstaðir fjarlægir.
Þá er það helzta ráðið að stofna nemendasambönd, og hafa
margir reynt það. Meðal þeirra eru bændaskólarnir á Hól-
um og Hvanneyri. Samband Hólamanna heitir Hólamanna-
félag, en samband Hvanneyringa nefnist Hvanneyringur.
Langt er síðan sambönd þessi voru stofnuð, en oft hefir
þeim orðið erfitt um störf og þau lagzt í dvala um langan tíma.
Saga Hvanneyrings var rakin allýtarlega í fjórða árgangi
,,Búfræðingsins“, og skal hún ekki endurtekin hér.
Nú eru liðin 34 ár frá því að hafizt var handa um stofnun
Hólamannafélagsins. Gerðist það með þeim hætti, að árið
1904, 25. apríl, var fundur haldinn í málfundafélagi Hóla-
sveina. Á fundi þessum bar Ingimundur Guðmundsson frá
Marðarnúpi fram tillögu um, að nemendur þeir, er þá stund-
uðu nám við búaðarskólann á Hólum, skyldu bindast sam-
tökum um félagsmyndun, til eflingar landbúnaði. Tillaga
þessi var samþykkt á fundinum. Voru nú lög samin og kosin
stjórn félagsins. f félagið gengu allir nemendur skólans og
kennarar hans. Nemendur voru þá 43 að tölu. Bréf voru rituð
öllum búfræðingum á Norðurlandi. Var þeim gefinn kostur
á að ganga í félagið.
Af lögum félagsins, skýrslum þess og fundargerðum, er það
Ijóst, að forgöngumönnunum hefir ekki verið lítið í hug um
framkvæmdir, enda hreyfði félagið við mörgu fyrstu árin.
Færir menn úr flokki búfræðinga voru hvattir og studdir
til þess að koma á fót æskulýðsfélögum víða í sveitum
norðanlands. f félögum þessum voru iðkaðar íþróttir, gefin út
blöð, fundir haldnir o. fl. Félög þessi voru fyrirrennarar ung-
mennafélaga eða störfuðu samtímis þeim og komu víða að
góðu liði.