Búfræðingurinn - 01.01.1939, Qupperneq 16
12
BÚFRÆÐINGURINN
Þá efndi Hólamannafélagið til námskeiða og unglinga-
skóla, bæði í Skagafjarðar- og Þingeyjarsýslu. Fræðslan
var einkum miðuð við það að búa væntanlega nemendur
Hólaskóla undir dvöl sína þar, með því að vekja áhuga
þeirra fyrir landbúnaði, kenna þeim grundvallaratriði móð-
urmálsins og annara þjóðlegra fræða. Félagið hlaut styrk
nokkurn af almannafé fyrir störf þessi.
Aðalfundir Hólamannafélagsins voru stundum haldnir á
Hólum, í sambandi við búnaðarnámskeið skólans. Samvinna
sú varð til þess að efla bæði félagið og skólann, enda bar þá
margt á góma. Á námskeiðum þessum var oft fjölmenni
mikið. Bændur sóttu þá heim til Hóla, úr Skagafirði og víðar
að. Þeir sögðu frá búmannsreynslu sinni. Erindi mörg voru
flutt um landbúnað og ýms fleiri menningarmál. Skóla-
stjórinn var hrókur alls fagnaðar, en margt ungra manna
var á staðnum. Allt varð þetta til þess að örva og hvetja
framsóknarþrá Hólamannafélagsins, enda sást það af mörgu,
að mjög var því annt um hag skólans og gengi. Þá er Hóla-
skóli var 25 ára, 1907, var efnt til fagnaðar heima á staðn-
um.Þá gaf félagið skólanum merki íslands, fálka í bláum feldi.
Á merkið var ritað: Hólaskóli 1882—1907. Fram, fram bændur
og búalið. Sama ár gaf félagið út „Tuttugu og fimm ára
m’nningarrit Hólaskóla." Rit þetta segir allýtarlega frá
störfum skólans, enda hefir ekkert rit verið samið enn, er
segi gjör frá búnaðarskólum vorum, um langt skeið, en þar
er gert.
Snemma varð félaginu það ljóst, að störf þess hiytu að
verða mjög í molum, nema það eignaðist blað eða tímarit,
er ræddi málefni félagsins. En hér þurfti mikils við og vant
að sjá, hvað hagkvæmast mátti verða. Var þá ýmsra ráða
leitað er helzt þóttu fær, til þess að ná þessu marki. Það
var talað um samvinnu við útgefendur Freys eða Ræktunar-
félag Norðurlands. Þá var og leitað hófanna við Hvanneyr-
inga um þetta mál. Niðurstaðan varð þó sú, að félagið ákvað
á aðalfundi sínum 1908 að gefa út blað án stuðnings ann-
ara. Blaðið skyldi vera 12 arkir á ári og koma út mánaðar-
lega. Hlutafélag var myndað um fyrirtækið og skyldi hver