Búfræðingurinn - 01.01.1939, Blaðsíða 18
14
BÚFRÆÐINGURINN
Páll Zóphóníasson var þá skólastjóri á Hólum. Hann hafði
hug á því að endurreisa Hólamannafélagið. Boðaði hann til
fundar með nemendum sinum og nokkrum öðrum búfræð-
ingum, er verið höfðu féiagar Hólamannafélagsins. Voru nú
gömul lög félagsins endurskoðuð og ákveðið að hefja fé-
lagsstörf að nýju. Stjórn félagsins keypti ritvél og marg-
faldara, er nota skyldi við fjölritun blaðs, er gefið var út
á vegum félagsins um skeið. Áhöld þessi á félagið enn. Ekki
dugði tilraun Páls til þess að halda lífi í félaginu, nema um
stundarsakir. Blað þess hætti að koma út eftir tvö eða
þrjú ár, og félagsstörfin féllu niður með öllu. Stóð svo um
langan tima.
En síðastliðið ár bar Kristján Karlsson skólastjóri fram
tillögu á fundi í málfundafélagi Hólasveina, 5. febrúar, um
að endurreisa félagið. Tillaga þessi var samþykkt á fund-
inum. Lög voru samin fyrir félagið og stjórn þess kosin. Krist-
ján Karlsson skólastjóri var kjörinn formaður félagsins.
í lögum félagsins er mælt svo fyrir, að allir þeir, er
stundað hafa nám eða kennslu á Hólum, geti orðið félagar.
Aðaltilgangur félagsins er sá, að efla samstarf og kynning
Hólamanna, í þeirri von, að samtök þau megi verða land-
búnaði vorum að liði með ýmsum hætti. Gert er ráð fyrir,
að allir þeir, er ganga í Hólamannafélagið, verði þar æfi-
félagar. Þá er og gert ráð fyrir því, að allir þeir, er voru
félagar i Hólamannafélaginu gamla, geti orðið þátttakendur
þessa nýja félags, en inntökugjald nýrra félaga skal vera kr.
5,00, er greiðist i eitt skipti fyrir öll.
Hólamönnum var þegar ljóst, að nauðsyn bæri til þess
að gefa út rit á vegum félagsins, er fjallaði að mestu um
landbúnaðarmál. Þó var talið æskilegt, að samvinna yrði
um þetta mál með nemendasamböndum bændaskólanna,
enda var Hólamönnum kunnugt um, að Hvanneyringar voru
fúsir til þeirrar samvinnu. Þeir höfðu þá nýlega endurreist
Hvanneyring og hafði hann keypt „Búfræðinginn" af Guð-
mundi kennara Jónssyni. Rit þetta var stofnað af Þóri Guð-
mundssyni og Guðmundi Jónssyni 1933, svo sem mörgum
er kunnugt. Þeir voru þá báðir kennarar á Hvanneyri. Eftir