Búfræðingurinn - 01.01.1939, Qupperneq 20
16
BÚFRÆÐINGURINN
hversu tekst aö bæta hina innri aðstööu vora. Gildir það
ekki síöur um landbúnað vorn en á öörum sviöum þjóðlífs-
ins. En hjá oss er margt í bernsku, og líka þar. Samvinna
og félagsandi þjóöarinnar þarf mjög að vaxa frá því, sem nú
er gildi verðmæta og vinnuaðferöa þurfa að þrautreynast,
og niðurstöður þess, sem gefur bezta raun, eiga að verða
almennings eign. En fálmið á að minnka.
Mjög er það nauðsynlegt, að nýtni og nothæfni í atvinnu-
lífi íslenzkra bænda fari vaxandi. Á það ekki síður við um
smátt en stórt. „Búfræðingurinn“ ætti að geta frætt og
leiðbeint um það, sem hér hefir verið drepið á, og m. fl., enda
er það einlæg ósk útgefenda, að svo verði.
Þjóðin á marga færa og fagmenntaða menn um land-
búnaðarmál, sem því eru vaxnir að fylgjast með nýjungum,
er að landbúnaði lúta, og hljóta að marka meginstefnur hans
í framtíðinni. En munið það, bændur og búalið, að þið eigið
líka að vera nemendur og kennarar hvers annars, hvort sem
þið eruð búfræðingar eða ekki. Sá, sem tekur virkan þátt
í veruleikanum, finnur gjör en aðrir hvar skórinn kreppir,
og veit líka oft bezt, hvernig á að laga hann. Fyrir því er
þess vænzt, að það verði ekki einungis sérfræðingar um
landbúnaðarmál, sem finna hvöt hjá sér til þess að senda
„Búfræðingnum“ greinar, og styðja hann og styrkja með
ýmsum hætti. Bændur og húsfreyjur, um land allt, þurfa
líka að gera það.
„Búfræðingurinn" á að verða þeirra rit. Hann á að gefa
leiðbeiningar og ráð. Hann á aö glæða hugsjónir og efla
áhugann. Hann á að leitast við að létta störfin. En hann
getur þetta ekki nema fólkið vilji að svo verði. Miðlið
„Búfræðingnum“ af fróöleik ykkar og reynslu. Sendið honum
fréttir og gefið ráð.
Þá er það verkefni ritsins enn ótalið, sem ef til vill er
mest um vert, en það er að auka kynningu og samvinnu
bændaskólanna og nemenda þeirra, með ýmsum hætti og að
miklum mun. Mætti það verða skólabræðrum og vinum
drjúgt til yndis og nota, þó vegir skiljist og fjarlægðir strjáli
fundum. „Búfræðingurinn“ á að verða Hliðskjálf Hólamanna