Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 23
BÚFRÆÐINGURINN
19
Þeir, sem tóku ástum ísafoldar,
orku sína veittu henni að gjöf,
undu sér í faðmi fósturmoldar,
fengu sína vöggu þar og gröf.
Moldin var þeim bœði brauð og móðir.
Bóndans líf og starf var henni greitt.
Aldrei þurru alveg hennar sjóðir,
oft þó vœri gildi þeirra breytt.
Enn er moldin engu minna virði,
Ennþá kallar hún á nýja menn,
— menn, sem fara létt með lífsins byrði,
láta gerast hetjusögur enn.
Heill sé þeim, sem hönd á plóginn leggja,
hefja nýja sókn í rœktun lands.
Heill sé þeim, sem einnig innan veggja
eru með i starfi gróandans.
Heill sé þeirri œsku, er áfram scekir,
andar létt og hlœr við leik og starf,
œsku, sem með hug og hendi rœkir
hollustu við sinna feðra arf.
Heill sé þeim, sem varða og ryðja vegi,
velta björgum, klceða urð og sand,
þeim, sem gefið geta á hinzta degi
góðum niðjum frjósamara land.
Heill sé öllum þeim, sem þúfum fcekka,
þoka vorsins gróðri upp á við,
öllum þeim, sem bœði bceta og stcekka
blettinn grcena kringum heimilið.
Heill sé þeim, sem mátt úr öllu magna,
meiri fegurð sveipa kcerstu vé,
2*