Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 25
Yitamin og matjurtir.
Aukin vitneskja hefir á síðari árum fært sönnur á hve
nauðsynleg vitamín eru fyrir heilsu og líf manna og dýra.
Verði þurrð á þeim, þá sigla kvillar og alvarlegir sjúkdómar í
kjölfar þess.
Vanti A-vitamín, kemur það fljótt fram sem augnveiki eða
bólgur í slímhimnum. Vanti B-vitamín veiklast hjarta og
taugakerfið og ýmsir kvillar í maga og þörmum eru taldir
að rekja rót sína til þess. Verði skortur á B-vitamini algjör,
vei'ður afleiðingin Austurlandasjúkdómurinn „Beriberi“ — og
er þess nú skammt að minnast, að hans hefir orðið vart í sjáv-
arþorpum hér sunnanlands. C-bætiefnaskortur hefir þær af-
leiðingar, að beina- og brjóskmyndun getur ekki orðið eðli-
leg og sé vöntun á C-bætiefni algjör, þá er skyrbjúgurinn
óðar kominn. Heilsufræðingar halda því fram fullum fetum,
að vitaminin myndi nokkurskonar varnargarð um heilsuna,
og verði þrot á einhverju þeirra, er brotið skarð í og vörnin
þrotin. Komast þá sóttkveikjur auðveldlega að — og upp í
skarðið verður ekki hlaðið nema með fæðutegund, sem inni-
heldur þá tegund vitamíns, sem vantaði. Því er heilsa og líf
mikið undir þessum efnum komin og nöfn þau, er þau hafa
hlotið á íslenzku, lífefni, fjörefni eða bætiefni fæðunnar,
hverju orði sannari.
í jurtunum myndast bætiefnin fyrir áhrif sólargeislanna,
þaðan berast þau til hinna annarra lifandi vera, hverju nafni,
sem þær nefnast. Þetta er fagnaðarboðskapur grænmetisins:
að plönturnar eru heilsulind. Aldagamalt, danskt máltæki
segir: Matjurtagarðurinn er lyfjabúð heimilisins. Eftir þessu
hafði alþýðan þar í landi tekið, öldum fyrr enn nokkur líf-
efnafræði varð til. Við íslendingar megum vel muna fjalla-