Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 28
24
BÚFRÆÐIN GURINN
gróðursetja síðan á vel undirbúnu svæði og hafa 50 cm. milli
raða, en 30—40 cm. milli plantna í röðum. Nær þá hver planta
miklum þroska og myndar mikinn blaðavöxt. Ekki má gleyma,
að grænkálið kann vel að meta og nota sér mikinn húsdýra-
áburð, enda þótt það sé enganveginn jafn áburðarfrekt og
hinar káltegundirnar.
Við þurfum að rækta fleiri tegundir matjurta en við gerum.
Þá myndi betur vegna, ef við kynnum líka að hagnýta þær á
réttan hátt. Og það er synd, að grænkálið skuli vera lítils met-
ið, svo miklu minna en aðrar tegundir káls. En það var nú líka
svo í æfintýrinu um Öskubusku, framan af, enda þótt hún
væri meira virði en systur hennar, Signý og Ása, eða hvað
þær nú hétu.
Enda ég svo þessar hugleiðingar með því að tilfæra tvær
vísur úr hinu ágæta kvæði skáldsins ykkar bændanna, um
þessa hér umræddu matjurt:
„Þegar flest, sem fagurt grær,
fallið er og dáið,
rófur geymdar frosti fjær,
fölnað lauf og stráið;
ætigrösin önnur burt,
úti lifir súpujurt,
— grænkál — gott og náið.
Indæl jurt mér þykir það,
þrífst á öllum stöðum.
Gott er að tyggja grænkálsblað
gripið úr þessum röðum.
Bætiefnin búa hér,
bezta líf og sólskin er
geymt í grænkálsblöðum."
Ragnar Ásgeirsson.