Búfræðingurinn - 01.01.1939, Page 29
Nokkur orð um arfann.
Arfinn er eina illgresið, sem nokkuð kveður að hér á landi.
Köld og rök veðrátta, eins og við eigum oft við að búa, er
honum sérstaklega hentug. Þetta hefir víða komið mjög
greinilega í ljós tvö undanfarin sumur og er varla of djúpt
tekið í árinni, þótt sagt sé, að arfinn hafi á mörgum stöðum
reynzt lítt viðráðanlegur.
Að arfinn veldur hér árlega miklu tjóni er augljóst, en hve
mikið, talið í krónum, það tjón er árlega, er ógerningur að
gizka á. Augljósust eru hermdarverk arfans í matjurtagörð-
unum, en afleiðingar þeirra eru rýr uppskera og óhæfilegur til-
kostnaður við hirðingu garðanna, stundum lika óþrif og
kvillar á matjurtunum, en það er ekki heldur óalgengt, að
arfinn valdi tjóni á annarri ræktun, grænfóöri og sáðsléttum,
og má oft sjá nýjar sáðsléttur, sem eru stórskemmdar af
hans völdum. Mest ber á þessu, ef sáðlöndin eru forræktuð
í fleiri ár, áður en grasfræinu er sáð, og þótt sá undirburður
sé af mörgum ástæðum æskilegur, þá missir hann marks, ef
hann veröur þess valdandi, að flögin fyllast af arfa. Þetta er
þeim mun lakara, sem örðugra er að beita þeim ráðstöfunum,
í grænfóður- og grasræktinni, gegn arfanum, sem við venju-
lega notum við matjurtaræktina.
Mörg ráð eru kunn til að halda arfanum í skefjum, en flest
þeirra hafa þó í framkvæmdinni reynzt hér ófullnægjandi,
of margbrotin fyrir almenning, of vinnufrek, eða þá að þau
verða að framkvæmast á óhentugum tíma, vegna annríkis
við önnur störf, og er því eigi beitt fyrr en í óefni er komið.
Eg hefi, eins og fleiri, haft gott tækifæri til að komast í
kast við arfann og reyna ýms ráð gegn honum, og nú er ég
kominn að þeirri niðurstöðu, að yfirleitt hafi okkur sézt