Búfræðingurinn - 01.01.1939, Side 31
BÚFRÆÐINGURINN
27
sumri, meðan gagngerðri hirðingu verður komið við, en þegar
líður á sumar og matjurtirnar hafa náð ákveðnum vexti, er
það ógerlegt og í grænfóðri og korni þó miklu örðugra en
í görðunum.
3. Eyðing arfafrœsins. Þar sem arfinn tímgast aðeins með
fræi, liggur það í augum uppi, að eyðing fræsins er sama sem
eyðing arfans. Arfafræið er harðgert og þolir sitt af hverju
og virðist því ekki auðgert að eyða því. Því er líka þannig
varið, að eina örugga ráðið, til að eyðileggja arfafræið, er
að stuðla að því, að það geti spírað og eyðileggja síðan fræ-
plönturnar meðan þær eru viðkvæmastar fyrir. Þetta er auð-
veldast á þeim tímum, sem flögin og garðarnir eru ósánir —
haust og vor.
Þegar uppskerunni er lokið á haustin, liggur venjulega
ógrynni af arfafræi á yfirborði jarðvegsins í flögum og görð-
um, þar sem arfinn á annað borð er búinn að ná fótfestu.
Sé jarðvegurinn látinn óhreyfður að haustinu, fær þetta
fræ ekki skilyrði til spírunar, en liggur óskert á yfirborðinu
g tekur fyrst til starfa, þegar jarðvinnslu er lokið næsta
vor. Sé plægt að haustinu, fer meiri partur arfafræsins svo
djúpt í jörð, að það fær ekki skilyrði til spírunar, en geym-
ist þar og bíður þess, að endurtekin jarðvinnsla flytji það
aftur upp í yfirborðið, þar sem spírunarskilyrði eru fyrir
hendi. Þriðja aðferðin er að gefa arfafræinu sem hagkvæm-
ust skilyrði til spírunar, strax að lokinni uppskeru á haustin,
en það er hægt með því að herfa flögin og garðana, þegar
búið er að skera upp, með diskaherfi eða rótherfi, svo arfa-
plöntur og fræ hyljist mold og fræið geti strax byrjað að
spíra. Sé tíð hagstæð fram eftir haustinu, getur mikið af
arfafræinu spírað, en fræplönturnar ná engum verulegum
þroska, geta að vísu lifað af veturinn, en eyðileggjast við
vorvinnsluna. Á þennan hátt er því hægt að eyða mjög miklu
af hinni árlegu viðkomu arfans. Vitaniega spírar aldrei allt
arfafræið að haustinu og við vorvinnsluna fær fræ, sem áður
hefir legið of djúpt í moldinni, spírunarskilyrði, því arfa-
fræið spírar tæplega nokkuð að ráði, ef það liggur dýpra en
5—8 cm. í moldinni. Það er því áríðandi að stuðla að spírun