Búfræðingurinn - 01.01.1939, Page 34
Um grænmeti.
Ég ætla að skrifa ofurlítið um ræktun og geymslu þeirra
káltegunda, er ég hygg að hægt sé að framleiða á hverju
sveitaheimili með sæmilegum árangri.
En fyrst vil ég minnast á þörfina fyrir grænmetið og
hvers virði það geti verið, ef það er ræktað og matbúið eins
og vera ber.
Hér á landi hefir mikið verið framleitt og notað til fæðu
af kjöti og mjólk. Ennfremur hefir mikils verið neytt af fiski.
Kornmatur og grænmeti hefir oft og tíðum verið af skornum
skammti miðað við þarfir líkamans af viðkomandi efnum.
Áður fyrr reyndu landsmenn að bæta sér upp þessa vöntun
á jurtafæðu með því að hagnýta villijurtir, sem uxu út um
hagann, t. d. fjallagrös, heimulanjóla, söl, hvönn, skarfakál
og fleira.
Þessi söfnun jurtafæðu gat þó aldrei fullnægt grænmetis-
þörf þjóðarinnar nema að litlu leyti. Yfirleitt er og hefir fæða
landsmanna verið einhæf. Það er óheppilegt, hefir slæm á-
hrif á heilsu og lundarfar fólks. í þessu sambandi má sér-
staklega benda á þýðingu þá, sem bætiefni grænmetisins hafa
fyrir heilbrigði og daglega vellíðan manna. Ef til vill er
ekkert eitt, sem er orsök jafnmikils heilsuleysis eins og vönt-
un þessara bætiefna. Sumir læknar telja að bæta megi flesta
meltingar- og nýrnakvilla með því að láta sjúklingana neyta
grænmetis, áður en veikindin eru komin á hátt stig.
Án efa væri hyggilegra að reyna að uppræta orsakir sjúk-
dóma meir en gert er og verja til þess nokkru af því fé, sem
nú fer til lækninga á þeim.
íslendingar kaupa mjög mikið af matvörum frá útlöndum.
Þær kosta þjóðina fleiri milljónir króna. Þessi matarkaup