Búfræðingurinn - 01.01.1939, Side 35
BÚFRÆÐINGURINN
31
mætti allverulega spara, ef framleiðsla og notkun grænmetis
ykist.
Hvort litið er á þetta mál frá heilbrigðislegu, fjárhags-
legu eða menningarlegu sjónarmiði, þá fáum við allt af hina
sömu niðurstöðu. Allt mælir með því, að við eigum að auka
framleiðslu og notkun grænmetis stórkostlega frá því sem er.
Frá náttúrunnar hendi eru okkur takmörk sett gagnvart
ræktuninni. Við getum ekki ræktað nema tiltölulega mjög
fáar tegundir grænmetis í köldum jarðvegi. En á jarðhita-
svæöunum eru möguleikarnir í þessu tilliti óþrjótandi.
Grundvallarskilyrði garðyrkju eru: loftslag, jarðvegur og
áburður. Af góðum jarðvegi höfum við mikið. Loftslagið, ann-
að frumskilyrðið til garðyrkju, er mjög mismunandi í hinum
ýmsu landshlutum. En víðast hvar þurfum við að koma því
til hjálpar og lengja vaxtartíma jurtanna meö því að láta
fræ þeirra spíra og þær vaxa fyrst að vorinu í gróðrarstíum.
Gróðrarstíur. Á hverju sveitaheimili þarf snemma vors
að útbúa vermireit, nægilega stóran fyrir allar þær kál-
plöntur, sem heimilið getur notað árlangt. Fyrir meðalbú mun
vera nóg að hafa vermireit, sem tvo glugga þarf yfir. Glugg-
arnir eru hafðir 1 m. á annan veginn og 1.25 m. á hinn. í
þeim eru hafðir þrír langrimlar en engir þverrimlar. Rúð-
urnar eru skorðaðar á milli langrimlanna. Vermireiturinn er
hafður þar, sem vel nýtur sólar og skjóls. Jarðvatn getur
orðið skaðlegt. Þarf því staðurinn að vera vel þurr.
Gryfjan, sem hitaefnið er látiö í, er höfð heldur meiri
um sig en stærð glugganna og allt að því eins meters djúp.
Hún er fyllt með hrossataöi og heyrudda. Hiti hleypur í þetta
eftir nokkra daga, hafi það veriö hæfilega rakt.
Þegar heitt er orðiö í gryfjunni, er látin um hana umgjörð
úr torfi eða timbri, 20 cm. að hæð við suðurhlið, en 40 cm.
að hæð við norðurhlið gryfjunnar. Hinum volga áburði er
mokað um og hagrætt þannig, að yfirborði hans halli móti
suðri. Þá er látið 20 cm. þykkt moldarlag ofan á áburðinn.
Moldin verður að vera frjóefnarík og vel myldin. En ekki
er hentugt að taka hana úr garði þeim, sem káljurtir uxu
í árið áður. Þessi mold er hreyfð daglega, þangað til hiti