Búfræðingurinn - 01.01.1939, Side 36
32
BÚFRÆÐINGURINN
hennar er orðinn 14 til 16° og rakinn hæfilegur. Ætli mold-
in að verða of heit, má þjappa verminum saman. Við það
verður hitamyndunin minni.
Sólarreitir eru útbúnir eins og vermireitir, nema hér er
hitamynduninni sleppt. Það er aðeins hiti sólargeislanna,
sem hitar loftið undir glerinu og geymist þar. Sólarreiti er
ekki hægt að nota eins snemma vors og vermireiti. En það
er hentugt þegar liður á vorið að flytja plöntur, er vaxið hafa
í vermireitum, í sólarreiti og láta þær vaxa þar nokkurn
tíma áður en þeim er plantað út á bersvæði.
Mér heíir reynzt vel að raðsá káltegundafræinu í vermi-
reitina og hafa 5 cm. á milli raðanna, en sá nokkuð þétt
í röðina. Ef plönturnar eiga að standa lengi í reitnum, þurfa
þær meira vaxtarrými. Þær verða þróttmeiri og þola betur
sjúkdóma, þegar rúmt er um þær. Fræið þarf að þekja með
fínmulinni, helzt sendinni mold. Moldarlagið er haft allt
að því einn cm á þykkt, og er moldinni þrýst vel að fræ-
unum.
Hirðing gróðrarstíanna er aðallega í því fólgin að vökva
plönturnar og tempra hita og loft undir glerinu. Fyrstu
vikurnar er breitt teppi yfir reitinn á næturnar, þegar kalt
er. Þetta verður einnig að gera á daginn þegar hret koma.
Ef plantað er í reitina úr sáðkössum, eða plöntur eru fluttar
úr vermireit í sólarreit, eru þær hafðar í skugga fyrstu
dagana eftir að þeim er plantað. Eru reitirnir hafðir þá aö
nokkru leyti tilbyrgðir.
í mildu veðri, sérstaklega sólskini, er efri enda glugg-
anna lyft upp. Þá verða góð loftskipti á plöntunum. Þegar
líður að þeim tíma að flytja eigi plönturnar út á bersvæði,
eru þær vandar við útiloftið hægt og hægt. Við það smá
harðna þær og þola betur skilyröabreytingu þá, sem þær
verða fyrir þegar skipt er um vaxtarstað. Siðustu sólarhring-
ana áður en plantað er út, eru reitirnir hafðir opnir. Þeir
eru vökvaðir á morgnana með stöðnu vatni. Ekki er þörf
á að vökva alla daga, nema þegar hlýtt er í veðri, þá þarfn-
ast jurtirnar mikils vatns.
Garðkanna með langri túðu er áhald, sem þarf að vera