Búfræðingurinn - 01.01.1939, Page 37
BÚFRÆÐINGURINN
33
til á hverju heimili. Þær kosta lítið en dreifa vatninu vel.
Það er óhætt að fullyrða, að enginn einn vaxtarþáttur
getur aukið uppskeruna eins og vatnið, þegar jurtirnar fá
það eftir þörfinni. Vatnið á því ekki að spara. Það kostar
ekkert nema vinnuna við vökvunina og hún er lítil þegar
um einn vermireit er að gera.
Garðar. Garðlandið á að vera í góðu skjóli og hallandi
móti suðri eða suðvestri. Jarðvegs- og lofthiti verður meiri
eftir því sem landinu hallar betur móti sólu. Ef skjól frá
náttúrunnar hendi er ekki fáanlegt, verður að byggja skjól-
garða gegn aðalvindáttunum. Eftir dönskum rannsóknum
að dæma, viröist skjólið hafa mikil áhrif á uppskeruna.
Á íslandi, sem hefir kaldari veðráttu en Danmörk, hefir
skjólið sennilega ennþá meiri þýðingu fyrir þrif jurtanna
heldur en þar.
Áríðandi er að vinna garðlandið vel. Plæging á jarðveg-
inum að haustinu mun vera einna affarasælust. Frostið
mylur betur plægða jörð en óplægða. Haustplægö jörð þornar
og hitnar fyrr að vorinu en vorplægð. Ennfremur hefir haust-
plægð jörð betri skilyrði til að draga til sín raka frá dýpri
jarðlögum heldur en sú jörð, sem plægð er að vorinu. Ef
plægt hefir verið að haustinu, þarf strax á vorin, þegar
jörðin er orðin þíð og farin að þorna, að mylja yfirborð
hennar. Við það myndast laust moldarlag ofan á jaröveg-
inum, sem varnar uppgufun frá honum. Er þetta þýðingar-
mikið, svo rakinn, sem er í jarðveginum frá vetrinum, tapist
ekki.
Allar káltegundirnar þarfnast mikils áburðar. Ef notaður
er búfjáráburður, kúamykja, veitir ekki af að bera 4 til 6
full kerruhlöss á 100 fermetra. Þessum áburöi er dreift
jafnt um garðlandið og blandað strax saman viö moldina.
Af garðnitrophoska þarf um 15 kg. á 100 fermetra. Miklu
af þessum áburði er dreift um leið og landið er unnið að
vorinu, en nokkru er dreift síðar með plönturöðunum. Vel
hefir mér reynzt að nota sinn helminginn af hvoru, búfjár-
áburði og tilbúnum áburði. Ágætt er að vökva eða bera á-
3