Búfræðingurinn - 01.01.1939, Blaðsíða 38
34
BÚFRÆÐINGURINN
buröarvatn með plönturöðunum. Það örvar mjög blaðvöxt
jurtanna.
Illgresið veldur miklum búsifjum I garðrækt okkar. Það
má eyðileggja það að nokkru í þeim görðum, sem plantað
er út í, með því að hreyfa yfirborð moldarinnar nógu oft og
rækilega þegar þurrkur er. Við þessa hreyfingu á moldinni
dragast rætur illgresisjurtanna upp á yfirborðið, skrælna
þar og eyðileggjast. Sjálfsagt er að losa moldina vel í garð-
inum áður en plantað er í hann. Hafi garðurinn verið
plægður að' haustinu, er nægilegt að losa moldina með
fjaðraherfi, annars plægingu.
Þegar komið er fram í júnímánuð og farið að hlýna í
tíðinni, eru plönturnar teknar úr gróðrarstíunni og fluttar
út í garöinn. Moldin í reitnum er bleytt vel, áður en plönt-
urnar eru losaðar úr henni. Páar plöntur eru teknar í einu
og þess gætt, að loftið nái ekki að leika um rætur þeirra.
Eins mikil mold og hægt er, er látin loða við ræturnar.
Plantan er látin í holu, sem gerð er með svonefndum
plöntusting eða plöntuskeið. Holan er höfð það djúp, að
plantan standi ekki ofar í moldinni í garðinum heldur en
hún stóð í reitnum, án þess að ræturnar bögglist. Plöntu-
stingnum er síðan stungið á ská niður utan við gróður-
setningarholuna og moldinni þannig þrýst vel að rótum
plöntunnar. Að því loknu er vatni hellt í þessa síðari holu.
Þegar gróðursetningunni er lokið, á plantan að sitja föst
í moldinni.
Velja skal sólarlaust, helzt rakt veður, þegar plantað er
út. En komi mikið sólskin næstu daga á eftir, þola hinar
nýgróðursettu plöntur það illa, nema eitthvað sé breitt yfir
þær, sem skýlir þeir gegn áhrifum sólargeislanna.
Hirðing kálgarðanna að sumrinu er aðallega fólgin í eyð-
ingu illgresis, losun moldarinnar og vökvun jurtanna. Vökv-
unin er nauðsynlegust fyrstu vikurnar eftir gróðursetningu.
Ennfremur þarf að dreifa áburðarvatni og hreykja moldinni
að plönturöðunum.
Blómkál, hvítkál og toppkál þurfa mikið vaxtarrými. Á