Búfræðingurinn - 01.01.1939, Qupperneq 42
Hirðing véla og Terkfæra.
Á síðustu áratugum hefir verkfæraeign bænda vaxið
mikið, og nú má heita, að á flestum býlum í landinu sé
eitthvað til af hestaverkfærum. Sérstaklega hefir heyvinnu-
vélum og jarðyrkjuverkfærum fjölgað frá því, sem var.
Þessi aukna véla- og verkfæranotkun hefir leitt af sér,
að nú er hestaflið notað meira við framleiðslustörfin en
áður. Það léttir framleiðsluna og gerir hana ódýrari, því
að hestorkan verður alltaf mörgum sinnum ódýrari hér
heldur en mannaflið.
En það má ekki gleymast, að vélar og verkfæri kosta mikið,
og að ending og notagildi þeírra er komin undir meðferð
og hirðingu á þeim.
Alltof víða er þessu ekki fylgt eftir eins og skyldi hjá
okkur. Ástæðan til þess er ekki ávallt þekkingar- eða getu-
leysi, heldur miklu oftar hirðuleysi, trassaskapur og slæmur
vani. Afleiðingin verður mjög lítil ending á verkfærunum,
mikill viðhaldskostnaður og oft og tíðum tímaeyðsla, sem
stundum er tæplega hægt að meta til fjár.
Skal nú drepið á nokkur almenn atriði viðvíkjandi notk-
un og hirðingu verkfæra og véla. Vélum og verkfærum má
ekki ofbjóða eða nota til annars en þau eru ætluð. Áður en
farið er að vinna með vélum þarf að koma þeim í gott lag.
Fram hjá þessu sjálfsagða atriði er alltof oft gengið. Þó
það taki nokkurn tíma að koma vélinni í lag, má ekki horfa
í það, ef hún aðeins fæst í gott ástand. Þolinmæði þeirra,
sem með vélarnar fara, er oft of lítil í þessu tilliti, vélunum,
vinnunni og þeim sjálfum til tjóns.
Það er sjálfsagður hlutur, að allir, sem vinna með vélum,
verða að vita hvar á að smyrja þær, og þeir eiga að sjá fyrir
nægilegri smurningu. Vélar eyðileggjast ekki af of mikilli
smurningu, en mjög auðveldlega ef smurninguna vantar.