Búfræðingurinn - 01.01.1939, Page 44
Yerknámsför Hvanneyringa
Torið 1938,
Vorið 1932 var í sambandi við verklega námið á Hvann-
eyri tekin upp sú nýbreytni að fara með nemendur í kynnis-
för um Suðurland, þeim til fróðleiks og skemmtunar. Var
einkum komið á þá staði, þar sem mikið var að sjá og læra
viðvíkjandi landbúnaði eða höfðu tilkomumikla náttúrufeg-
urð að bjóða. Ferð þessi varð mjög vinsæl meðal nemenda.
Þeir höfðu af henni hina mestu ánægju og gagn. Síðan hafa
slíkar ferðir verið farnar á hverju vori, venjulega í seinni
hluta júnímánaðar, til skiptis um Norðurland og Suðurland.
Skólinn hefir árlega lagt af mörkum 150 kr. styrk til ferð-
anna og auk þess hafa nemendur fengið að skrifa nokkuð af
farartímanum í verklegt nám. Ferðirnar hafa tekið 3—6 daga
og dagkostnaður samtals venjulega numið nálægt 8 krónum.
Hér á eftir mun ég segja nokkuð frá verknámsförinni síð-
astliðið vor og nefna nokkuð af því helzta, er við sáum og
heyrðum snertandi landbúnað.
Lagt var af stað sunnudag 19. júní kl. ll/2 að morgni. Fyrsti
viðkomustaður var Háls l Kjós. Þar biðu okkar hinar beztu
viðtökur, enda er það heimili alþekkt fyrir gestrisni og mynd-
arskap. Á Hálsi býr Ólöf Gestsdóttir. Hún á 13 uppkomin og
mannvænleg börn og þar af eru 9 til heimilis hjá henni, en
hið tíunda — Gestur Andrésson — hefir reist nýbýli á Hálsi.
Einn sonur hennar — Gísli Andrésson -r- var með í för okkar.
Okkur datt í hug hið mikla vandamál sveitanna, fólksstraum-
urinn til kaupstaðanna. En þetta er ekkert vandamál á Hálsi.
Þar er jörðinni skipt og börnin eru heima, eftir því sem búið
þarf þeirra með. Það er hressandi að koma á slík heimili.