Búfræðingurinn - 01.01.1939, Page 45
BÚFRÆÐINGURINN
41
En væri það ekki annars rannsóknarefni fyrir sálarfræðinga
okkar að athuga, hvers vegna sumt ungt fólk flýr heimili sín
í sveitunum strax og það er komið á legg, en á öðrum stöðum
lifir það um langt skeið hamingjusömu fjölskyldulífi heima?
Getur ekki hugsazt, að hér sé að ræða um uppeldisáhrif, sem
að einhverju leyti mætti laga?
Næst var stanzað á Reykjum í Mosfellssveit. Þar var matur
fram reiddur og settumst við þar strax að blómum skreyttu
miðdagsborði. Ekki þarf að kynna hjónin á Reykjum fyrir
lesendum Búfræðings. Bjarni alþingismaður og frú Ásta kona
hans eru löngu landskunn orðin og þarf naumast að taka
það fram, að viðtökurar á Reykjum voru í senn hlýlegar og
höfðinglegar. Undir borðum flutti Bjarni ræðu, þar sem hann
skýrði nokkuð frá störfum sínum á Reykjum og hvatti hina
ungu búfræðinema til dáðríks starfs í þágu hins íslenzka
landbúnaðar. Kvaðst hann ávallt ráða búfræðinga öðrum
fremur til bússtarfa á heimili sitt og sem ráðsmenn þar
kæmu engir aðrir til greina en búfræðingar. Væri það reynsla
sín, að búfræðingar yfirleitt væru öðrum fremri við land-
búnaðarstörf. Sem stendur er Sigsteinn búfræðingur Pálsson
frá Tungu í Fáskrúðsfirði ráðsmaður hjá Bjarna, en ráðskona
Guðbjörg Árnadóttir frá Gunnarsstöðum í Þingeyjarsýslu.
Eftir borðhaldið skoðuðum við búið á Reykjum og garðrækt-
ina þar. Túnið á Reykjum er að stærð um 20 ha og gefur af
sér í góðu ári um 900 hestburði af heyi. En auk þess hefir
Reykjabúið heyskap í Þerney og fær þaðan 600—700 hest-
burði. Mjólkandi kýr eru venjulega um 30 og 10 geldneyti.
Meðalnyt síðustu 3 ár er 2630 kg með 4% feiti, en hæst kýr-
nyt 5042 kg. Ennfremur hefir búið 100 ær, 7 vinnuhross og
nokkur svín.
Fyrsta gróðurhúsið á Reykjum var reist 1923. Nú eru þau
16 að tölu og er grunnflötur þeirra um 3000 m2. Byggingar-
kostnaður þeirra hefir reynzt vera 25—30 kr. á fermetra, en
meira þegar um lítil hús er að ræða. Kartöflur eru ræktaðar
á hér um bil 1 ha lands og er uppskeran 140—180 tn. Rófna-
garðar eru álíka stórir, en kál, gulrætur og fleira er í ca.
3000 m2.