Búfræðingurinn - 01.01.1939, Page 47

Búfræðingurinn - 01.01.1939, Page 47
BÚFRÆÐINGURINN 43 maður kemur að Vífilsstöðum, þá er að vísu betra að hafa „nýja skó“, til þess að skoða hin miklu ræktarlönd þar, en „nestið“ getur maður skilið eftir heima. Túnið á Vífilsstöðum er um 52 ha að stærð og gefur af sér í meðalári um 2000 hestburði af heyi, en auk þess nokkra kúabeit. Tala nautgripa er um 70, vinnuhestar 6, hænsni 200—300. Kartöfluuppskera er að meðaltali um 100 tunnur, en rófnauppskera 120 tunnur, auk annars grænmetis. Árið 1928 var byggt á Vífilsstöðum gróðurhús, að stærð 5X20 m og kostaði 3000 kr. eða 30 kr. á hvern fermetra gólfflatar. Hús þetta var hitað upp með kolum og eyddust 6—8 tonn á ári. Þar voru ræktaðar tómötur og ágúrkur. Það hefir nú verið flutt að Reykjum í Ölfusi. Að síðustu sýndi Björn okkur minkabú, er stendur í landi Vífilsstaða, en er eign h.f. Refur. Veturinn 1937—38 voru í búinu um 270 minkar, en í vor bættust við 626 ungar. Feldir dýranna seljast fyrir 20—50 kr. Dýrin lifa aðallega á nýjum hráum fiski og kjöti. Minkabú þetta hefir starfað í 7 ár og virðast dýrin þróast vel. Hvergi sáum við í ferðinni jafn fallega dráttarhesta og á Vífilsstöðum, enda voru þeir vel með farnir. Björn hefir sams- konar útbúnað á heyhlöðunni og lýst var á Blikastöðum og lætur hann mikið af honum. Frá Vífilsstöðum héldum við til Hafnarfjarðar. Þar skoð- uðum við hið nýbyggð hús Flensborgarskólans undir leiðsögn dr. Bjai’na Aðalbjarnarsonar, en skólastjóri var ekki heima. Hús þetta er glæsilegt bæði að utan og innan. Einnig gengum við um skrúðgarð Hafnfirðinga — Hellisgerði. Er hann bæði sérkennilegur og fallegur. Til Reykjavíkur var aftur komið kl. 12 á hádegi og ákveðið að leggja þaðan af stað eftir þrjár klukkustundir, sem og var gert. Lá nú leiðin „austur yfir fjall“. Á Kambabrún var stanzað og höfðum við hið fegursta útsýni yfir suðurláglendið og til Vestmannaeyja. Var svo ekið niður í Ölfusið. Þar var fyrst stanzað í Fagrahvammi hjá Ingimar Sigurðssyni. Hefir hann þar garðrækt mikla og gróðurhús. f þeim eru ræktaðir ávextir og blóm. Meðal annars sáum við þarna tóbaksjurt,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Búfræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búfræðingurinn
https://timarit.is/publication/696

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.