Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 48
44
BÚFRÆÐINGURINN
en frekar mun hún vera höfð til gamans en gagns. Þegar
við höfðum skoðað garðræktina, beið okkar skyr á borðum
og var það bæði boðið og þegið af góðum vilja.
Frá Fagrahvammi fórum við til Grýtu, er vanalega gýs með
tveggja tíma millibili. Urðum við að bíða talsverða stund
eftir gosi, en fengum líka að síðustu vafalaust að sjá eitt af
hennar fegurstu gosum. Við reyndum að mæla hæð þess með
þríhyrningamælingu og fannst okkur það vera 25—30 m.
Á leiðinni frá Grýtu aftur skoðuðum við þangmjölsverJc-
smiðju Sveinbjörns Jónssonar byggingarmeistara og þeirra fé-
laga. Leiðsögumaður okkar þar var Sigurjón Jónsson verk-
stjóri. Verksmiðjan er byggð í brekku, og er mjög hagan-
lega fyrir komið. Var hún reist veturinn 1937—38 og byrjað
á framleiðslu á þangmjöli í apríl 1938. Þangið er skorið fyrir
landi Stokkseyrar og Stóra-Hrauns. Er það gert með fjöru
og hálfföllnum sjó og flutt í land á pramma. Er það loft-
þurrkað nokkuð, flutt til verksmiðjunnar og sett í hana um
það bil hálf þurrt. Þar er það sett í tvo djúpa þurrkara þétt
setta grindum, og hvílir þangið á þeim. Neðan undir þær er
blásið 50—60 stiga heitu lofti, en það er hitað upp með hvera-
gufu. Blástursvél sogar það í gegn um miðstöðvarofna. Þangið,
sem neðst er, þornar fyrst og er það fært að kvörn, sem
mylur það hæfilega fínt. Önnur vél sogar það frá kvörn-
inni og blæs því í geymi, en þaðan er það tæmt í poka. Verk-
smiðjan kostaði alls 42 þúsund krónur, en auk þess varð að
kaupa vörubifreið og 4 pramma til flutninga. Hægt er að
framleiða 1,5—2 tonn á dag í verksmiðjunni, og telur Svein-
björn Jónsson, en frá honum hefi ég þessar heimildir, að
framleiðsluverð sé 180—190 kr. tonnið. Mun og söluverð þang-
mjölsins hafa verið nálægt því. Samkvæmt efnagreiningu
frá efnarannsóknarstofu ríkisins, reyndist samsetning þang-
mjölsins þannig. (í sviga er til samanburðar sýnd efnasam-
setning á maismjöli):