Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 51
BÚFRÆÐINGURINN
47
Úr „Síberíu" héldum viö niður í hinn forna verzlunarstað,
Eyrarbakka. Þar skoðuðum við meðal annars steyptan sjó-
varnargarð til varnar þorpinu. Þaðan lá leiðin til Stokks-
eyrar og áfram austur á bóginn til Baugsstaða. Þar starfar
eitt af þeim fáu rjómabúum, sem enn eru við líði hér á landi.
Það var stofnað 1904, en tók til starfa í júní 1905. Stofnkostn-
aöur þess var um 4000 kr. Búið byrjaði með 48 félagsmönn-
um. Flestir urðu þeir 1913, en þá voru þeir 94. Eftir það fór
þeim að fækka og 1936 voru þeir 44. Voru þá margir hinna
gömlu félagsmanna farnir að senda mjólk sína í Flóabúið.
Síðustu árin hefir Margrét Júníusdóttir verið mjólkurbú-
stýra á Baugsstöðum. En hún mun lengst allra hafa starfað
við rjómabú hér á landi, eða óslitið frá 1908. Mest hefir verið
framleitt af smjöri á Baugsstöðum 1912 eða 16478 kg, en 1934
var framleitt þar 10130 kg. af smjöri og 1530 kg. af osti.
Þeim fer fækkandi, er taka þátt í starfsemi rjómabúanna,
og eftir fá ár má telja líklegt, að þau heyri sögunni til.
En þau hafa ofið merkilegan þátt í sögu íslenzks landbún-
aðar.
Á leiðinni að Baugsstööum festum við bílinn í lækjar-
farvegi. Það var eina óhappið í ferðinni. En rétt í því bar
þar að gamlan Hvanneyring, Bjarna Dagsson frá Gaulverja-
bæ. Var hann á vörubíl og hjálpaði okkur upp úr. Varð
mér það þannig tvöfalt gleðiefni að hitta þennan gamla kunn-
ingja og nemanda.
Frá Baugsstöðum héldum við framhjá Gaulverjabæ, og var
nú næsti viðkomustaður Tún í Hraungerðishreppi. Þar var
okkur boðið til miðdegisverðar og tekið á móti okkur með
hinni mestu rausn. Nafnið Tún á vel viö þetta býli að því
leyti, að þar virðist vera mjög vel um gengið og snyrtilega
búið. Á Túni býr Guðmundur Bjarnason, en Stefán sonur
hans var með í för okkar. Guðmundur býr þarna með 7
börnum sínum. Ekki hafa þau flúið til kaupstaðanna.
Næsti viðkomustaður var í Þjórsártúni. Ólafur ísleifsson
og hans fólk hefir gert þann garð frægan fyrir margra hluta
sakir. Hér vil ég aðeins nefna blómagarðinn fyrir framan í-
búðarhúsið. Það mun ekki ofsögum sagt, að hann sé einn