Búfræðingurinn - 01.01.1939, Blaðsíða 52
48
BÚFRÆÐINGURINN
með allra fegurstu skrúðgörðum á íslandi. Þar hefðum við
gjarnan viljað tefja lengur, ef tími hefði leyft.
Áfram var haldið, yfir góð og grösug lönd, og yfir örfoka
sanda. Þar sjást á stöku staö hólmar, sem hátt ber á, en
allt í kring um þá eru eyöisandar, svo langt sem augað
eygir. Þessir hólmar bera því vitni, hvernig landið eitt sinn
leit út, með þykkum jarðvegi og gróðri vaxiö.
Bráðum eygðum við Fljótshlíðina, fagra og frjósama, og
þar var fyrst stanzað á Sámsstööum. Það tók meira en klukku-
tíma að sjá tilraunir og búskap Klemenzar, og var þó haldið
vel áfram. Þar er margt aö sjá og læra, einkum á sviði korn-
ræktar. En hin síðari ár hefir Klemenz einnig tekið í til-
raunir sínar verkefni frá garðrækt og almennri ræktun.
En auk þess hefir hann nokkra frærækt af grastegundum.
Ekki er unnt rúmsins vegna að lýsa starfseminni á Sáms-
stöðum frekar hér, og vil ég í því efni vísa til Búnaðarritsins,
Freys og fyrri árganga Búfræðingsins. Á Sámsstöðum sáum
við naut af skozku kyni, og er uppruni þess sem nú skal
greina:
Árið 1933 lét atvinnumálaráðuneytið flytja inn erlent bú-
fé í tilraunaskyni. Voru það 20 kindur af Karakúlfé og 5
nautgripir af holdakyni frá Skotlandi. Þessir gripir voru
settir í sóttkví í Þerney. Kom þá brátt í ljós, að í nautgrip-
unum var hringormur, er ekki tókst að lækna. Var því tekið
það ráð, að lóga öllum dýrunum. Af gripunum var ein kýr
af Galloway-kyni og hafði hún nýlega fætt kálf, er henni
var lógað. Kálfur þessi var fluttur að Blikastöðum í Mos-
fellssveit og alinn þar upp, síðan seldur að Gunnarsholti og
þaðan fékk Klemenz hann sem einskonar arf, þegar búskap
var hætt í Gunnarsholti á vegum Búnaðarsambands Suður-
lands.
Frá Sámsstöðum ókum við inn að Múlakoti, en stönzuðum
þar stutt. Þar er mjög fallegur skrúðgarður með háum trjám,
birki og reyni, en þar eru líka græðireitir með litlar trjá-
plöntur, sem eru að vaxa upp. Og Guðbjörg í Múlakoti
hugsar líka vel um litlu uppeldisbörnin sín, sem vaxa úti í