Búfræðingurinn - 01.01.1939, Blaðsíða 53
BÚFRÆÐINGURINN
49
garðinum hennar. Hún veit, að þau geta einhverntíma orðið
stór, ef vel er búið að þeim á uppvaxtarárunum.
Það var orðið mjög áliðið dags, er við fórum frá Múlakoti,
enda vorum við búnir að sjá margt og heyra þennan dag,
en þó var ekki til setu boðið, því að ferðinni var heitið alla
leið til Víkur í Mýrdal um kvöldið. Þangað komum við ekki
fyrr en kl. 2 um nóttina. Á þeirri leið stönzuðum við ekki
annars staðar en við Skógafoss. Hann er fallegasti foss,
sem ég hefi séð, og þykir mér hann i fegurð bera af Gull-
fossi.
Miðvikudag 22. júní var lagt af stað kl. 8 um morguninn,
farið sem leið liggur austur að Kirkjubœjarklaustri og þaðan
aftur til Víkur um kvöldið. í þeirri leið komum við að Hólmi
og skoðuðum rafstöð og smiðju Bjarna Runólfssonar. Þennan
dag sáum við fátt nýtt á sviði landbúnaðarins, en við nutum
vel hinnar skaftfellsku náttúrufegurðar undir ágætri leið-
sögn Sveins Sveinssonar frá Fossi.
Fimmtudag 23. júní lögðum við af stað úr Vík kl. 8 að
morgni. Ókum við fyrst niður að Dyrhólaey og gengum upp
á eyna. Þaðan er undrafagurt að líta upp í Mýrdalinn annars
vegar, en vestur með strandlengjunni hins vegar. Þótti
mörgum, sem þarna væri einhver sá fegursti staður, er þeir
hefðu augum litið. Á leiðinni vestur með Eyjafjöllunum var
skoðaður Gljúfrabúi („Gljúfrabúi gamli foss“), en síðan ekki
stanzað fyrr en á Húsatóftum á Skeiðum. Þar þáðum við
rausnarlegar veitingar. Þar býr Eyjólfur Gestsson með 4
börnum sínum, en Guðmundur sonar hann var einn í okkar
hóp.
Síðan var haldið upp Hreppa til Gullfoss. Var fyrst ekið
þvert yfir Skeiðin og skoðað flóðhliðið, þar sem áveituvatnið
er tekið úr Þjórsá. Er það myndarlegt mannvirki og skurð-
urinn, sem flytur vatnið niður á áveituengið. Er hann 4 km.
á lengd. Verkið við Skeiðaáveituna var framkvæmt á árun-
um 1917—1923 og kostaði 422800 kr., auk flóðgarða. Byrjað
var að veita á 1923. Áveitan nær yfir engi 32 býla, og er
flatarmál þeirra 2589 ha. Vatnsmagnið er talið vera 1,3—
2,4 lítrar á sekúndu pr. ha.
4