Búfræðingurinn - 01.01.1939, Side 56
Jöfnun og tilfærsla.
Alltaf er það mjög þýðingarmikið, eftir að búið er að
vinna flögin með dráttarvél eða hestaverkfærum, að
færa til í þeim og jafna þau. Er það ýmist gert með hand-
verkfærum, flekum eða flagheflum. Valtar eru notaðir til
jöfnunar. Flaghefill þykir erfiður til flutninga bæja á milli,
og fylgir venjulegast ekki dráttarvélinni um vinnusvæöið.
Alþekkt er erlendis, og einnig hér á landi, að slá saman fleka
til þess að jafna með og færa til með. Ég hefi sjálfur all-
mikið notað borðafleka, og skal því lýsa bæði gerð hans og
notkun.
Gerð: Flekinn er sleginn saman úr óplægðum borðum,
2y2—3 m. á lengd og skal breidd flekans vera 5 borðbreiddir
eða um y2 m. Borðin skulu fest saman með 3 þverslám eða
borðum, eitt borð þvert yfir miðju flekans, en hin sitt á
hvorum enda, y2 m frá flekaenda. í annað borð flekans
að framan er borað þumlungs breitt gat, sitt á hvorum enda
flekans, þar sem endaþverslárnar liggja yfir, og er borað upp
í gegnum þær. í gegnum þessi göt er dreginn kaðall. Skal
hann vera vel sterkur og hæfilega langur. Lykkjum kaðalsins
er svo krækt á hemlakrókinn og rennur kaðallinn eftir
króknum.
Tveimur hestum er beitt fyrir og keyrslumaður stendur
á flekanum.
Notkun: Þegar fært er til með flekanum, stendur keyrslu-
maður á fremri brún flekans, þrýstist sú brún því niður og
flytur mold á undan sér þangað sem hún á að fara, og er
þá flekanum velt við, svo að moldin falli af honum. Þegar
jafnað er með flekanum, stendur keyrslumaður á miðjum
fleka, svo að hann dragi sem minnst með sér.