Búfræðingurinn - 01.01.1939, Qupperneq 66
62
BÚFRÆÐINGURINN
Þetta litla dæmi sýnir tvennt:
í fyrsta lagi það kæruleysi, sem almennt ríkir um smá-
vægileg útgjöld.
í öðru lagi það ráð, sem bezt er að viðhafa til þess aö
benda mönnum á þessar smáu upphæðir og kenna þeirn aö
spara, en þetta ráð er í því fólgið, að skrifa niður hjá sér út-
gjöld og allar tekjur eða m. ö. o. að jœra reikning yfir öll
viöskipti sín. Reykvíkingurinn, er ég gat um áðan, hefði
sennilega ekki minnkað strætisvagnanotkun sína þótt ein-
hver hefði haldið yfir honum langan fyrirlestur um það
efni og reynt að leiða honum fyrir sjónir, að hann eyddi í
þetta meiri peningum en hann hefði efni á að gera. Hann
hefði ef til vill í mesta lagi samsinnt, að þetta gæti nú verið
rétt, en látið þar við sitja. Sjóðreikningurinn hans varð í
þessu tilliti áhrifameiri en nokkur predikari.
Það eru nú litlar líkur til þess, að ritgerð þessi verði lesin
af mörgum, er búa í Reykjavík, eða hafi áhrif á ferðir manna
í strætisvögnum þar; og í sveitum eru ekki til strætisvagn-
ar. Þess vegna gæti sumum ef til vill fundizt, að slíkt dæmi
sem þetta hefði litla þýðingu fyrir sveitamenn. En þá vil ég
benda á það, að ýmis útgjöld sveitamanna eru líks eðlis, að
því leyti að þau eru smá í hvert sinn, en draga sig saman
og að þar er hægt að koma við sparnaði. Sem dæmi má nefna
notkun tóbaks og víns, tíð ferðalög o. fl. Menn þekkja ekki
þessi smáu óþörfu útgjöld sin fyrr en þeir sjá tölurnar á
pappírnum yfir þá eyðslu, sem þeim er samfara í heild sinni.
Þess vegna er hverjum manni nauðsynlegt að halda ná-
kvæma reikninga yfir öll viðskipti sín. Ég gæti trúað því, að
forvígismenn tóbaks- og vínbindindishreyfingarinnar ættu
að taka það atriði á stefnuskrá sína að hvetja unglinga til
þess að færa sjóðreikning og viðskiptareikning yfir tekjur
sínar og gjöld og leiðbeina þeim með það. Ég hygg, að slíkt
mundi verða áhrifameiri predikun fyrir unga menn og kon-
ur en langar bindindisræður og margir umræðufundir um
þau mál, að því ólöstuðu. Slíkt reikningshald myndi koma
mönnum til að hugsa meira um fjárhag sinn en margir gera
og umhugsun um slíka hluti leiðir næstum ávallt af sér