Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 67
BÚFRÆÐINGURINN
63
sparnað, því að fæstir eru svo sparsamir, að þar verði ekki
á betra kosið.
Um reikningshald bænda — búreikninga — hefi ég áður
ritaö, og mun ég ekki ræða það frekar í þessari grein. En
hér vildi ég lítils háttar gera að umtalsefni, hvernig ungir
menn og konur geta fært reikninga yfir tekjur sínar og
gjöld, þannig að þaö verði nákvæmt og glöggt til yfirlits.
Vil ég aðallega miða við einhleypan mann, er ekki hefir at-
vinnurekstur.
Við nákvæma reikningsfærslu þarf alltaf að nota minnst
3 reikningsform: Eitt fyrir eignir í ársbyrjun og árslok,
annað fyrir sjóðreikning og þriðja fyrir viðskiptareikning.
Það form, sem notað er fyrir eignir, má nefna efnahags-
yfirlit. í það er aðeins fært einu sinni á ári allar eignir og
skuldir, og má flokka það niður á ýmsan hátt. Þar eru talin
föt, bækur, munir, búfé, ef það er til staðar, útistandandi
skuldir og annað, er viðkomandi á, ennfremur skuldir. Mis-
munurinn þar á milli verður hrein eign. Bezt er að telja
sem nákvæmast upp hina einstöku liði eignarinnar, hjá
hverjum útistandandi skuldirnar eru og hverjum er skuldað.
Ef eignin er flokkuð niöur, þá er bezt að hafa nokkrar auðar
línur milli flokkanna, til þess að hægt sé að bæta þar inn,
ef við bætist, því að hver opna í efnahagsyfirlitinu getur
náð yfir fleiri ár. Efnahagsyfirlitið getur t. d. verið þannig
strikað, að fremst sé breiður dálkur fyrir nöfn eignarinnar,
þá dálkur fyrir „frumverð“, og er aðeins einn slíkur dálkur
fyrir alla opnuna. Á hann að sýna upphaflegt verð sérhvers
liðar af eigninni. Loks er svo dálkur fyrir hvert ár (kr. og
au.). Er þar skrifað verð eignarinnar eftir því sem hver
hlutur eldist og rýrnar og þar af leiðandi minnkar að verð-
mæti.
í stað þess að hafa aðeins einn dálk fyrir hvert ár, má
líka hafa þá tvo, skrifa verð hvers hlutar i þann fremri, en
samtölu hvers flokks í þann aftari, því að rétt er að flokka
eignina niður, eftir vild hvers eins. Má þá hafa sérstaka
opnu, eina eða fleiri, fyrir hvern flokk.