Búfræðingurinn - 01.01.1939, Blaðsíða 68
64
BÚFRÆÐINGURINN
EFNAHAGSYFIRLIT
Nafn Frumverð 1. jan. 19 1. jan. 19 1. jan. 19 1. jan. 19 1. jan. 19
eignarinnar Kr. au. Kr. au. Kr. au. Kr. au. Kr. au. Kr. au.
Sýnishornið af efnahagsyfirliti hér að ofan er einfalt og
hentugt, einkum þar sem ekki er um atvinnurekstur að ræða.
Form fyrir einfaldan sjóðreikning er svo alþekkt, að ég
tel ekki þörf á því að lýsa því nákvæmlega hér. Það er
strikað alveg eins og form fyrir viðskiptareikningi, en það
form er alþekkt frá verziunarreikningum og víðar. í sjóð-
reikning eru aðeins færð peningaviðskipti. Allir innkomnir
peningar færast sem tekjur, en greiddar upphæðir sem gjöld.
Peningar í sjóði (það sem er í buddunni) færast sem tekjur
í reikningsbyrjun, en gjöld í árslok, og á þá að vera jöfnuður
á reikningnum.
í viðskiptareikning færast öll viðskipti, hvort sem er að
ræða um peningagreiðslur eða önnur viðskipti, og eru þau
greind eftir viðskiptaaðiljum. Hefir hver þeirra sína blaðsíðu
í sérstakri bók, er nefna mætti höfuðbók.
Um sjóðreikning og viðskiptareikning hefi ég ritað í Bún-
aðarritið 1933 og vísa ég til þess.
Með einföldum sjóöreikningi, viðskiptareikningum við alla
helztu viðskiptaaðilja og efnahagsyfirliti, má fá ágætt yfirlit
yfir eignir sínar og viðskipti á árinu í heild. En hinsvegar er
torvelt að fá það nákvæmlega aðgreint, hvaðan peningarnir
koma og hvert þeir fara. Þetta má að vísu gera með því að
draga saman skylda liði úr reikningunum, en slíkt er allmikið
verk. Þess vegna hefir verið fundið upp sérstakt form fyrir
sjóðreikning, þar sem tekjur og gjöld eru sundurliðuð í fleiri
eða færri flokka, eftir því sem hver og einn kýs og rúm leyfir
í forminu. Slík form eru sýnd í áðurnefndu Búnaðarriti
(1933) á bls. 40. Þar er og sýnt, hvernig skuli fært í þetta