Búfræðingurinn - 01.01.1939, Page 71
BÚFRÆÐINGURINN
67
færast 50 kr. gjöld frá viðskiptareikningi til sjóðreiknings,
tekjur þar.
6) Kindafóður upp í kaup. Færist báðum megin á við-
skiptareikning og einnig á tveimur stöðum í sundurliðaða
hluta formsins, gjöld hjá sauðfé, tekjur hjá vinnulaunum.
7) Greidd kindafóður í peningum. Gjöld hjá sjóði og gjöld
hjá sauðfé.
Ég vona, að þessi dæmi sýni nokkuð, hvernig ætlazt er til,
að fært sé í formin. Það þarf allmikinn setning í byrjun,
en mun þó lærast fljótt, og ég tel það ekki lítils virði sem
hugaræfingu. Hinir fullorðnu ættu að hvetja unglinga til
þess að færa reikninga í form sem þessi eða önnur. Það
venur þá á reglusemi í viðskiptum og hirðusemi, auk þess
sem það hvetur til sparsemi, eins og áður er nefnt. Og sá,
sem byrjar ungur að færa reikning yfir lítil og fábrotin
viðskipti sín, hann á síðar auðveldara með það, þegar þau
ef til vill eru orðin mikil og margbreytt.
Þessi gerð sundurliðaðra forma hefir ekki verið reynd,
svo að ég viti til, en í vetur (1. jan- 1939), byrjuðu alimargir
skólapiltar á Hvanneyri að nota þau. Fæst því nú þegar
nokkur reynsla um það, hvernig þau gefast. Mun ég, ef
reynsla þeirra verður góð, gefa frekari upplýsingar um þau
í næsta árgangi Búfræðingsins og þá ef til vill sýna einn
slíkan ársreikning í heilu lagi. Gefur það gleggstar upp-
lýsingar um það, hvernig einstök viðskipti skuli færð.
Guðm. Jónsson.
5*