Búfræðingurinn - 01.01.1939, Qupperneq 73
BÚFRÆÐINGURINN
69
Ég vil því hér drepa á nokkur atriði, sem viðkoma fóðrun
hrossa hér á landi.
í fyrsta lagi er eðlilegt að skipta fóðrun hrossa í tvennt,
eftir því hvort um er að ræða vinnuhross eða hross, sem
aldrei eru notuð, það sem í daglegu tali er kallað stóð. í öðru
lagi mætti skipta landinu í tvennt, eftir því hvort um er
að ræða hrossabeit að vetrinum eða ekki.
í aðaldráttum er það þó þannig, að á gjafajörðum er oftast
fátt um hross, og varla er nein veruleg stóðeign nema á
beitarjörðum, eða þar sem hrossaganga er. Ég mun því í
þessum kafla drepa á nokkur atriði viðvíkjandi fóðrun vinnu-
hrossa annarsvegar og stóðhrossa hinsvegar.
a) Fóðrun vinnuhrossa.
Viðhaldsfóður. Eins og flestra annara húsdýra, má skipta
fóðri vinnuhrossa í tvennt, viðhaldsfóður og afurðafóður.
Viðhaldsfóðurþörf hrossanna fer að mestu leyti eftir holda-
fari þeirra og stærð. Það er þægilegt að miða hana við á-
kveðna líkamsþyngd hestanna, það sem kallað er lifandi
þunga, og er venjulega miðað við fóðurþörf fyrir hver 100 kg
í skrokkþunga skepnanna. Litlir hestar þurfa hlutfallslega
nokkru meira fóður en stórir.
Nýlega hafa verið gerðar fóðurtilraunir á smáhestum í
Danmörku, bæði íslenzkum og rússneskum. Eftir þeim niður-
stöðum, sem ber að mestu leyti saman við athuganir, sem
gerðar voru á Hvanneyri 1928 af Halldóri Vilhj álmssyni
skólastjóra, eiga íslenzkir hestar að þurfa til viðhalds 0,8—
1 fe fyrir’ hver 100 kg líkamsþyngdar. Þeir vega um 375 kg
að meðaltali. Hver meðalhestur þarf því 3—3,5 fe á dag, eða
6—7 kg af meðaltöðu. í þessu fóðri þarf að vera 180—210 g
meltanleg eggjahvíta.
Þann tíma, sem hestarnir ekki eru notaðir og standa í
húsi allan daginn, er tiltölulega auðvelt að fá þá til að éta
þetta fóðurmagn, þótt í lélegra fóðri sé en töðu, og þurfi
því að vera meira að kílóatölu.
Afurðafóður. Þær afurðir, sem hestarnir framleiða, er
vinna, þ. e. a. s. afl eða orka, sem veröur til í líkama hestsins,