Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 74
70
BÚFRÆÐINGURINN
nær eingöngu í vöSvum hans við sundurliðun og bruna þeirra
næringarefna, sem hann vinnur úr fóðrinu. Eftir því sem
hesturinn afkastar meiri vinnu, þarf hann á meiri orku að
halda, þ. e. meira fóðri til þess að framleiða aflið. Fóðurgildi
eða orku þá, sem felst í fóðrinu, er hægt að meta í he. Bænd-
ur i Canada og Bandaríkjum Norður-Ameríku meta fóður
sitt aðallega í þeirri einingu. Vinnan, sem hesturinn afkastar,
er mæld í kgm. En hægt er á tiltölulega auðveldan hátt að
breyta kgm í he. Orka í einni he svarar til 427 kgm vinnu.
Á þann hátt er hægt að reikna út fóðurþörf hestanna, fyrir þá
vinnu, sem þeir afkasta, þegar hægt er að mæla vinnuna.
En það hefir sýnt sig að vera ýmsum erfiðleikum bundið
fyrir bændurna í hinum praktiska búskap, að notfæra sér
þessi vísindi, sem fara óneitanlega betur á pappírnum en úti
á akri eða vegi, þrátt fyrir það, að búið er að margsanna
réttmæti og áreiðanleik þessa útreiknings með nákvæmum
tilraunum víðsvegar um heim.
í raun og veru er útilokað, að bændur almennt geti mælt
vinnu hestanna í kgm frá degi til dags. í fyrsta lagi er sum
vinnan þess eðlis, að ekki er hægt að koma aflmæli við. í
öðru lagi er orkueyðslan geysilega misjöfn, eftir því hvort
unnið er hægt eða hratt, upp eða niður brekku, á sléttu eða
grýttu undirlagi o. s. frv.
Þeir, sem kunna að fóðra búpening hér á landi, og flestir
bændur nágrannalandanna, einkanlega þó í Danmörku og
Suður-Svíþjóð, haga fóðri flestra húsdýra sinna fyrst og fremst
eftir þeim afurðum, sem þau gefa þeim í aðra hönd.
Til hliðsjónar fóðruninni nota þeir niðurstöður umfangs-
mikilla rannsókna og tilrauna, er stöðugt er verið að fram-
kvæma í flestum landbúnaðarlöndum heimsins. T. d. vita menn
mjög nákvæmlega, hve margar fe hver og ein mjólkurkýr þarf
að fá, til að skila þeirri mjólk, sem henni er eiginlegt að
mjólka.
Áðurnefndar rannsóknir viðvíkjandi fóðri vinnuhestanna
hafa enn ekki hlotið fulla viðurkenningu bænda Norðurlanda,
né útbreiðslu meðal þeirra.
Sænski fóðurfræðingurinn, próf. Nils Hansson, hefir í fóð-