Búfræðingurinn - 01.01.1939, Blaðsíða 75
BÚFRÆÐINGTJRINN
71
urtilraunum sínum farið aðra leið, sem að vísu aldrei getur
orðið hárnákvæm, en hefir aftur þann mikla kost, að hún
er handhæg og einföld, og því miklu léttara fyrir bændurna
að notfæra sér hana til hliðsjónar. Nils Hansson miðar
vinnufóðurþörfina fyrst og fremst við vinnutímann, 8—10
stunda vinnudag, og skiptir svo vinnunni niður i 4 flokka,
eftir því hve mikil hún er. Bóndinn verður því að gera það
upp með sér í hverju einstöku tilfelli, hversu erfið vinnan er.
Fóðurtöflur Nils Hanssonar eru miðaðar við hesta, sem
vega 600 kg, eða nokkru stærri en okkar hesta. Þeir munu
þurfa til viðhalds um 5 fe. Heildarfóðurþörf þeirra er:
Við létta vinnu ......... 7— 8 fe á dag
Við meðal vinnu ......... 8—10 — — —
Við erfiða vinnu ........ 10—12---------—
Við mjög erfiða vinnu .. yfir 12--------—
A sjálfri vinnufóðurþörf íslenzku hestanna og þessara
sænsku hesta mun ekki neinn verulegur munur. Þeir munu
þurfa við meðal og erfiða vinnu í 8—10 klst. 4—5 fe í viðbót
við viðhaldsfóðrið, ef þeir eiga að halda holdum. Það sem mun
fyrst og fremst valda okkur erfiðleikum að fóðra hesta okk-
ar eftir þessum tölum, er að fá þá til að éta það fóður, sem
þeir þurfa vinnudagana. í fyrsta lagi er aðalfóður okkar
hey, sem þarf mikið magarúm, svo að mjög erfitt er að fá
hesta okkar til að éta um 18—20 kg af upp og ofan útheyi,
sem þeir þurfa, ef þeir eiga að fá um 8 fe á dag. í öðru lagi
vantar þá tíma til þess, ef þeir eru látnir vinna 8—10 stundir
í sólarhring. Þess vegna er það þannig, að ef hestar eru mikið
notaðir um þann tíma, sem þeir eru á gjöf, þá verða þeir
ekki fóðraðir svo vel sé á heyi eingöngu. Á síðustu árum,
síðan farið var að nota hesta nokkuð verulega við jarð-
vinnslu, fellur sú vinna að meira eða minna leyti að vorinu
til, áður en fullkominn hagi er kominn úti, og að haustinu
þegar gras er trénað og dautt og hefir þá lítið fóðurgildi.
Á þessum tíma, ásamt vetrinum, þegar hestar eru notaðir,
verður að gefa þeim kjarnfóður með heyinu. Það kjarnfóður,