Búfræðingurinn - 01.01.1939, Page 76
72
BÚFRÆÐINGURINN
sem bezt hentar að gefa hestum, eru kolvetnaauðugar
fóðurtegundir, svo sem hafrar, maís, bygg eða rúgur, en ætíð
skal gefa allar korntegundirnar malaðar og þurrar.
Vöðvaaflið myndast aðallega við kolvetnabruna líkamans
og þess vegna þarf ekki að taka neitt sérstakt tillit til eggja-
hvítunnar í afurðafóðri hestanna.
b) Fóðrun stóðhrossa.
Eins og áður getur eru það takmörkuð svæði af landinu,
sem um nokkra stóðhrossaeign er að ræða. En tilvera og
ábati þessarar búgreinar byggist á útigöngu yfir veturinn,
eða að hrossin geti að sem allra mestu leyti bjargað sér
sjálf árið um kring hvernig sem viðrar.
í hinni misjöfnu og óútreiknanlegu, íslenzku veðráttu frá
degi til dags og ári til árs, verður því ekki neitað, að stóðeign
íslenzkra bænda getur verið alláhættusöm og því verður
heldur ekki neitað, að í hörðum vetrum þegar fullkomin
jarðbönn hafa verið, hefir stóðið komið mörgum bóndanum
á kaldan klaka. En vitanlega er ekki þar með sagt, að svona
þurfi þetta að vera um aldur og æfi, heldur eru, eins og kunn-
ugt er, vítin til þess að varast þau, og það munu möguleikar
vera til þess að fyrirbyggja áhættu þá, sem bændur hafa af
stóðeign sinni.
Þar sem góð hrossaganga er, eru það tiltölulega svo fáir
vetur, sem þarf nokkuð að gefa stóðinu, að það ætti ekki að
vera bændunum um megn að eiga alltaf nokkurn forða, fram
yfir það venjulega, sem tryggði líka stóðið í slæmu árunum.
Fóðurþörf aðgerðarlausra hrossa er nær eingöngu bundin
við viðhaldsfóðrun, þ. e. a. s. þau þurfa ákveðna lágmarksorku
til þess að viðhalda líkamshita og starfsemi innri líffæra.
Þessi viðhaldsfóðurþörf aðgerðalausu hrossanna er ekki að
neinu verulegu leyti frábrugðin vinnuhestanna, að öðru en
því, að í miklum frostum og e. t. v. ekki síður í miklum
hrökum, er hitaþörfin meiri.
Ég vil benda á, að allir sem eiga útigönguhross ættu að
hafa hús í haganum, sem hrossin ættu frían aðgang að. Það
myndi oft í misjafnri tíð geta að meira eða minna leyti