Búfræðingurinn - 01.01.1939, Qupperneq 77
BÚFRÆÐINGURINN
73
komið í stað fóðurs, sem annaðhvort verður að gefa hrossun-
um eða þau að öðrum kosti taka af sínum eigin líkama. Þegar
svo er harðnað á úti, að hrossin geta ekki fengið daglega
fylli sína, eru það alltof margir, sem eru of kærulausir með
að veita þeim hjálp til að seðja hungrið. Það getur að vísu
oft verið ýmsum erfiðleikum bundið að koma fóðri til þeirra
út í hagann t. d. heyi, en það þarf ekki mikið kjarnfóður,
t. d. korntegundir, sild eða fiskimjöl (sildarmjöl) til þess að
veita hrossunum hita og aukinn þrótt. Með því geta þau
bjargazt um lengri tíma, þótt haglítið sé.
Forði, bæði í einhverju af heyi og kjarnfóðri, þarf að vera
til handa stóðinu, þegar hinir hörðu vetur leggja landið
undir fót. Þótt nokkurt fé liggi á þann hátt fast, og sýnist
ekki í fljótu bragði gefa mikinn arð, mun það á einum snjóa-
vetri geta gefið margfaldan ávöxt.
Stóðeign íslendinga hefir á allmörgum undanförnum árum
gefið bændunum góðar tekjur og landinu nokkurn gjald-
eyri af útflutningi hrossa. Það hefði getað og gæti eflaust
verið miklu meira, en út í það skal ekki farið hér. Aftur á
móti hefir skapazt nýtt viðhorf í húsdýrarækt okkar með
refaræktinni. Bezta refafóður, sem hægt er að fá, er hrossa-
kjöt, og mun mega fóðra refi með hinum bezta árangri á 80%
kjöti. Ef refaræktin heldur áfram að vaxa mun brátt skap-
ast hér mikill og góður markaður fyrir hrossakjöt. Þá mun
margur bóndinn geta haft góðar og árvissar tekjur af stóð-
eign sinni, ef hann rekur hana eins og framsýnum og þrosk-
uðum bónda ber að gera.
Runólfur Sveinsson.
VTI. Minkarækt.
Fyrir nokkrum árum var hafin minkarækt hér á landi.
Hefir enn sem komið er gengið mjög vel með eldi þessarar
loðdýrategundar. Svo virðist sem loftslag hér eigi vel við
minka og fóðrið, sem er að mestu leyti fiskur, er þeim hollt
°g gott. Dýrin hafa reynzt hraust og arðviss, þó þau hafi
verið fóðruð á fiski allt upp í 80—90%.