Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 79
BÚFRÆÐINGURINN
75
sænska ríkisráðunautinn Erik Söderström. Kom hún út í
fyrrahaust á þrem tungumálum samtímis, sænsku, finnsku
og norsku. Kostar kr. 2,50 og geta bóksalar útvegað hana.
Minkum (eins og refum) verður að gefa, einu sinni á dag,
nægilega mikið af óskemmdu fóðri, það er nýjum fiski eða
frystum og nýju kjöti. Saltan mat mega þeir ekki smakka.
Talið er að hvert dýr þurfi 200—250 gr per dag, sé gefinn nýr
fiskur, annars verður að gefa eins mikið og dýrið vill éta
án þess að leifa. Leifi dýr, er því gefið ögn minna næsta dag.
Smáfisk má gefa í stykkjum eða heilan, en sé fiskurinn stór
er bezt að saxa hann í kvörn og einnig kjötið og blanda
vel saman. — Fuglar: svartfugl, mávar, rjúpur og gömul
hænsni eru sælgæti fyrir minka, en taka skal af mesta
fiðrið, vængi og garnir. Einn fugl í senn handa 10—15
minkum er gott með nýjum fiski, sé það gefið tvisvar í viku.
Fóðurbætir: Mjólk, egg, dýrasalt, sítrónusafi, lýsi, er sérílagi
gefinn fyrir og um fengitíma, um meðgöngutíma og gottíma.
Fengitíminn byrjar með marzbyrjun, en meðgöngutíminn er
ca 52 dagar.
Ég hefi ritað þessar fáu línur til að vekja athygli á þessari
grein loðdýraræktarinnar, en ekki svo að skilja, að ég hafi
nokkra sérþekkingu til að bera í þessum efnum. Ættu byrj-
endur að sjálfsögðu að snúa sér til ráðunauts ríkisins, sem
hefir á hendi leiðbeiningar í loðdýrarækt allri.
Að endingu þetta: Munið þessa höfuðsetningu — ekkert
er of gott handa loðdýrum. Að þekking og athugul íhygli
er undirstaða fyrir miklum og vissum arðí.
Loðdýraræktin er ný og rísandi atvinnugrein hér á landi,
sem krefur nákvæmni og alúðar við alla meðferð, hirðingu
og kynbætur. — Og vel mætti svo fara, að loðdýraræktin yrði
til þess að opna augu okkar bændanna fyrir þýðingu hinna
mörgu og smáu atriða í búpeningsræktinni, — þeirra, sem
okkur er svo gjarnt til að sjást yfir.
Ólafur Sigurðsson.
Hellulandi.