Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 80
76
BÚFRÆÐINGURINN
VIII. Alifuglarækt.
Inngangur.
Fyrir löngu síðan hefir verið viðurkennt, að húsdýraræktin
væri mjög víða ein hin bezta og ein hin veigamesta lyfti-
stöng landbúnaðarins.
„Hollt er heima hvað.“
Líf og efnaleg afkoma þjóðanna byggist að allverulegu
leyti á, að þær geti framleitt sem mest af þeim lífsnauðsynj-
um, sem þær þarfnast, í landinu sjálfu, enda leggja þjóð-
irnar, einkum nú í seinni tíð, víðast hvar mikla áherzlu á
það. Það er alkunnugt, að landnámsmenn fluttu meö sér
húsdýrategundir hingað til landsins.
Alifugla er getið á nokkrum stöðum í fornsögunum. Mjög
líklegt þykir, að gæsir og hænsni hafi verið allálgeng á
söguöld. Þess er getið í Grettissögu, að þá er Grettir var tíu ára
gamall, hafi hann átt að gæta heimgæsa föður síns, en
honum þótt það „lítið verk og löðurmannlegt“.
Hænsna-Þórir fékk viðurnefni sitt af því að hann fór hér-
aða á milli og seldi hænsni ásamt öðrum varningi.
Og enn er alifugla víðar getið í fornsögunum. Á Kirkjubæ
á Síðu er getið 50 heimgæsa, þegar rænt var þar á Sturl-
ungaöldinni 1250.
Þá sést á kirkjumáldögum, að gæsir hafa verið töluvert
algengar á 14. öld.
Hænsna er að vísu minna getið í sögunum en gæsanna, en
þó hafa þau eflaust verið víða til, þó eigi hafi þótt ástæða
til að nefna þau.
í lok 14. aldarinnar og á 15. öldinni hefir þessum tveim
alifuglategundum farið svo mjög fækkandi í landinu, að þær
hafa að mestu horfið.
Sennilega hafa þó hænsni aldrei algerlega dáið út hér í
landi.
Um miðja 18. öld segir Eggert Ólafsson, að hænsni hafi
verið á hverjum bæ í Öræfum, öll svört að lit, minni en
vanalega gerist, mjög frjósöm, hafi sjálf verið látin bjarga
sér á sumrum, en á vetrum verið gefið saxað hey, bleytt í
flautum og mjólk, en ekki fengið neitt korn.