Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 81
BÚFRÆÐINGURINN
77
Um langt skeið hafa aðrar þjóðir haft glöggan skilning á
því, að alifuglaræktin geti verið drjúgur þáttur í framleiðsl-
unni og stutt til muna að efnalegri vellíðan almennings. í
þessu sambandi má aðeins minna á, að Danir hafa flutt út
hænuegg 2—3 síðustu áratugina fyrir fleiri tugi milljónir
króna. Þau hafa venjulega verið þriðji stærsti útflutnings-
liður ríkisins.
í Bandaríkjunum eru afurðir alifugla metnar á fleiri
hundruð milljónir króna um árið.
Eins og alifuglaræktin er öðrum þjóðum arðberandi at-
vinnugrein, ætti hún einnig að geta orðið okkur það. Við
ættum því að færa okkur hana sem bezt í nyt, og því vil ég
spá, að við myndum komast að raun um, að þess er vel vert
að gefa henni meiri gaum hér eftir en hingað til.
I. Hœnsni.
Hænsni hafa verið tamin og þvi förunautar mannsins
frá ómunatíð.
Þau virðast hafa hæfileika til að geta þrifizt, borgað hirð-
ingu og fóðrun, svo að segja hvar, sem er á hnettinum.
Fram til síðasta áratugs hefir mörgum hér á landi fundizt
það hégómi einn að stunda hænsnarækt eða hugsa nokkuð
um hana.
Mörgum manninum hefir líka fundizt svo lítið upp úr
hænsnaræktinni að hafa og því ekki viljað leggja sig niður
við svo lítið, þótt þeir allir vissu vel, að „margt smátt gerir
eitt stórt“.
Allflestum hefir aftur þótt mjög gott að geta fengið eggin,
og getað. gert sér gott af þeim, þegar þau hafa verið komin
á borðið. Þótt þessu hafi nú verið þannig varið hjá okkur, þá
er ræktun hænsna almennari og kunnari en annara alifugla,
en í mörgu ábótavant og er það eðlilegt, þvi alþýða manna
hefir eigi átt nógu almennt aðgang að handhægum leiðar-
vísi um meðferð hænsna eða annara alifugla.
En eigi hænsnaræktin og ræktun annara alifugla að fara
vel úr hendi, þá verður hún eins og allflestar aðrar atvinnu-
greinar og flest störfin, sem við vinnum, að grundvallast á