Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 82
78
BÚFRÆÐINGURINN
fræðilegri þekkingu, því það er hún, sem verður mönnum
alltaf mjög mikill styrkur i hverju starfi sem er.
Fræðileg þekking styrkir okkur til að ná nýjum sigrum,
hún mótar djúp spor í hugsun, orð og athafnir okkar og
ætti jafnan að vera okkur bjartur leiðarsteinn í hinni hörðu
lífsbaráttu.
Síðustu 10—15 árin hefir hænsnum fjölgað mikið í landinu.
Við ættum að fjölga þeim enn, ef vel á að vera, því fullyrða
má, að öll heimili í landinu ættu að hafa þau, en mjög mikið
vantar á að svo sé.
Mest verður um vert, að sem flestir hafi hænsni, hitt er
aftur á móti ekki svo mjög eftirsóknarvert, að hver hafi mörg
í byrjun. — Húsvist, hirðing og fóðrun verður að öllum jafn-
aði betri þegar hópurinn er ekki stór, og fóðrið verður ódýr-
ara vegna þess, að daglegar matarleifar og úrgangur frá
heimilinu getur þá orðið allmikill hluti fóðursins.
Talning og fjölgun hœnsna.
Hænsni eru fyrst talin í búnaðarskýrslum árið 1919 og eru:
1919 ... .. . 12308 1932 ... .. . 54694
1920 ... ... 15497 1933 ... ... 65136
1925 ... .. . 22036 1934 ... .. . 74050
1930 ... . . . 44439 1935 ... .. . 80960
1931 ... .. . 50836 1936 ... .. . 86935
í búnaðarskýrslum 1919 er tekið fram, að úr allmörgum
hreppum hafi vantað skýrslur og það má af búnaðarskýrsl-
unum ráða, að skýrslur hafi vantað úr heilum sýslum og
kaupstöðum, svo hænsnatalan verður of lág. Þetta ár eru
t. d. engin hænsni talin í Barðastrandarsýslu, en árið eftir
teljast þar fram 432 hænsni í sjö hreppum sýslunnar. í öllum
öðrum sýslum landsins eru hænsni talin í skýrslunum.
Þá eru þau heldur ekki talin í ísafjarðarkaupstað og Vest-
mannaeyjum, en talin í hinum kaupstöðunum fimm.
Árið eftir eru talin fram til búnaðarskýrslna í ísafjarðar-
kaupstað 90 hænsni, en í Vestmannaeyjum 232 hænsni.