Búfræðingurinn - 01.01.1939, Blaðsíða 83
BÚFRÆÐINGURINN
79
Sama ár eru af 203 hreppum landsins engin hænsni talin
í 84 af þeim.
Borgarfjarðar-, Austur-Skaftafells- og Rangárvallasýsla
eru einu sýslurnar, sem umrætt ár telja hænsni í hverjum
hrepp.
Mér sýnist augljóst að hænsnin árið 1919 hafi veriö fleiri
en skýrslur greina.
Skal ég því næst, umfram það, sem áður er sagt, aðeins
minnast á framtal þeirra árið' 1920.
Þá eru engin hænsni talin á Siglufirði, en árið áöur eru
talin þar 30 hænsni. í öllum hinum kaupstöðunum eru hænsni
talin fram.
Þétta ár teljast þau í öllum sýslum landsins. Sýslur, sem
telja þau vera i hverjum hreppi, eru: Borgarfjarðar-, Mýra-,
Austur-Skaftafells- og Rangárvallasýsla. Engin hænsni eru
þá talin í 36 hreppum.
Eftir 1920 fækkar þeim hreppum smámsaman, sem engin
hænsni eða alifugla telja. Frá 1920—1931 er hænsnafjöldinn
í hinum einstöku hreppum töluverðum breytingum háður.
Sú breyting er ekki einungis á þann veg, að hænsnunum
fækki og fjölgi, heldur finnast dæmi þess, að hreppar telji
hænsni, jafnvel nokkra tugi í fleiri ár samfleytt, en svo
önnur ekkert.
í Austur-Skaftafellssýslu, þar sem t. d. talin eru hænsni í
hverjum hreppi tvö fyrstu árin, er þaö ekki gert alltaf á fyrr
greindu tímabili. Svipað kemur fram eftir fyrr greint tíma-
bil, en breytingarnar eru ekki eins algengar og eins miklum
sveiflum háðar og áður, þó dæmi finnist til þess, og skal á það
minnzt. Saurbæjarhreppur í Dalasýslu er eini hreppur lands-
ins, sem enga alifugla telur árið 1935. Næstu ár þar á undan
telur hann nokkra tugi, en árið eftir 86 alifugla.
Árið 1932 eru endur og gæsir fyrst taldar i búnaðarskýrsl-
um. Eftir þann tíma er ekki hægt að sjá af skýrslunum
hversu mörg hænsni eru talin fram í hverjum hreppi á
landinu, vegna þess að skýrslurnar greina frá hvað margt sé
af þessum þremur alifuglategundum (hænsnum, öndum og
gæsum), í hverjum hreppi. En aftur er hægt að sjá í skýrsl-