Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 84
80
BÚFRÆÐINGTJRINN
unum, hvort eitthvað er og hve mikið af hverri tegund
alifugla í hverri sýslu og hverjum kaupstað. í öllum hrepp-
um og kaupstöðum á landinu eru alifuglar fyrst árið 1936.
Um % alifuglanna, sem taldir eru þá, eru í kaupstöðunum,
og hefir það hlutfall verið svipað nokkur undanfarin ár.
Hænsnafjölgun sú, sem átt hefir sér stað frá 1920—1936,
er sýnilega, svo að segja, fjölgun út af þeim stofni, sem til
var i landinu 1920.
Verzlunarskýrslurnar gefa upplýsingar um, hve mörg
hænsni hafa verið flutt inn á tímabilinu 1920—1935, að
báðum árum meðtöldum. Sum árin á þessu tímabili hafa
engin hænsni verið flutt inn. Þau árin, sem inn hefir verið
flutt, skal tala innfluttra hænsna, hvert einstakt ár, og
meðalverð þeirra tilgreint:
Innflutt Meðalverð
Ár hænsni kr.
1921 ................ 47 23,60
1922 ................. 7 5,29
1923 ................ 21 13,00
1924 ................ 18 6,33
1926 ................. 36 2,81
1930 ................. 53 12,13
1932 ................ 10 24,20
1933 ............... 132 alifuglar 5,91
1934 ............... 322 alifuglar 6,20
Það skal tekið fram, að tölurnar fyrir árin 1933 og 1934 eru
um innflutta fugla. Að öðru leyti ætla ég, að tafla þessi
skýri sig nokkurn veginn sjálf. Allir sjá verðmuninn og að
hann er mikill. Hænsnin, sem innflutt hafa verið, eru 646 og
hafa kostað 5296,00 kr. og að meðaltali ca. 8,20 kr. Dýrt hefði
orðið að flytja inn árlega öll þau hænsni, sem orðið hafa
til að fjölga stofninum síðan 1920, og læt ég þá eina um, sem
vilja reikna það dæmi. Það verður víst öllum ljóst, af þess-
ari töflu, að verulegan þátt í hænsnafjölguninni hefir þessi
hænsnainnflutningur, sem hún greinir frá, ekki getað átt.
Mikilsvert hefði verið að þessi innfluttu dýr hefðu svo