Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 86
82
BÚI'EÆÐINGUEINN
haft úrval á undaneldisdýrum og eiga þau því oft ætt sína
aS rekja til einstakra kynforeldra eða mjög skyldra dýra, sem
sérstaklega hafa verið höfð til undaneldis, af því að þau hafa
haft ákveðna æskilega eiginleika.
Til ræktaðra kynja teljast flest þau hænsnakyn, sem til eru.
Þeim má skipta í 4 kynflokka:
1. Skrautfjaðrahænsnakyn. Vegna þess að þau eru við-
kvæm og ekki góð að bjarga sér, þurfa þau sérstaklega góða
meðferð. Sum þessi kyn verpa vel. Það má með fáum undan-
tekningum segja, að þessi kyn séu höfð af þeim einum, sem
hafa löngun til að hafa litfögur hænsn, sér til ánægju.
2. Kjöthænsnakyn. Venjulegast eru þau stór, með litinn
kamb og litlar blöðkur. Verpa oftast heldur lítið, sum verpa
dálítið á haustin og veturna. Eggin eru stór og skurnið brúnt
eða gulleitt. Eins og öll kyn, sem verpa eggjum með brúnu
eða gulleitu skurni, þá eru hænur kjöthænsnakynjanna fús-
ar að sitja á, eru umhyggjusamar mæður en heldur stirðar.
Þessi kyn eru oft heldur seinþroska, eru yfirleitt rólynd og
gæf. Þurfa mikið fóður. 4—5 mánaða gamlir ungar taka oft-
ast vel eldi, eru þá oft fljótir að fitna. Fæst oft af þeim mikið
og gott kjöt og þykja góðir til slátrunar.
3. Varphænsnakyn. Þessi kynflokkur skiptist í smá og
meðalstór hænsnakyn. Þau eru talin bráðþroska, ófóðurfrek-
ari en aðrir kynflokkar, dugleg að bjarga sér, harðgerð, stygg
og hræðslugjörn. Þau verpa vel, einkum á vorin og sumrin.
Eggin eru með hvítu skurni. Þau hafa oftast stóran kamb og
stórar blöðkur eða sepa, sem hvort tveggja er viðkvæmt fyrir
frosti og sé því kalt á þeim eða þeim sé hleypt út í frost,
þá dregur það úr vetrarvarpinu.
Hænurnar eru mjög tregar til að sitja á og oft ómögulegt
að fá þær til þess.
Skulu nú nefnd þau varphænsnakyn, sem líklegust eru til
að reynast hér vel og við ættum því einna helzt að leggja
rækt við.
ítölsk hœnsni. Þau greinast eftir lit í fleiri kyn, sem eru:
hvít, brún, svört, grá og gulleit.
a) Hvíta ítalska kynið hefir náð mjög mikilli útbreiðslu og