Búfræðingurinn - 01.01.1939, Blaðsíða 87
BÚFRÆÐINGURINN
83
þykir bezt ítalskra kynja. Hanar þess vega 2l/2—3 kg, hæn-
urnar 2y4—2/2 kg. ÞaS hefir gult nef, gula fætur, hvitar.
eyrnaskífur og einfaldan stóran kamb.
Þar sem húsvist, hirðing og fóðrun er góð, þá eru hvítir
ítalir eitthvert bezta varphænsnakynið, sem völ er á. Til er,
að hænur af þessu kyni hafi verpt yfir 300 eggjum um árið
og dæmi til að hæna hafi verpt 360 eggjum um árið. Eggin
vega 60—65 gr. Það kemur sjaldan fyrir, að hænur þessa kyns
fái legusótt. Framan af vetri, s. s. i nóvember, desember eða
janúar, má með góðri húsvist, hirðingu og fóðrun, sérstaklega
sé tíð ekki mjög köld, fá hænurnar til að verpa og þá einkum
unga, sem hafa verið vel upp aldir og eru orðnir 5 mánaða
gamlir.
b) Brúnir ítalir. Af ítölskum kynjum gengur brúna kynið,
hvað útbreiðslu og gæði snertir, næst því hvíta og er margt
hið sama um það að segja og sagt var um hvita kynið. Brúna
kynið er heldur minna. Hanar vega 2—2% kg, en hænur 1%—2
kg. Nef, fætur og eyrnaskífur eins og á hvíta kyninu og er
bezt að sjá nef og fótalitinn strax á ungunum. Brúna kynið
er harðgerðara og duglegra að bjarga sér en hið hvíta.
Egg þess eru tæplega eins stór. Hænur brúna kynsins fá
miklu heldur legusótt, en fá hana oft ekki fyrr en í lok varp-
tímabilsins. Sumur þeirra geta verið mjög góðar ungamæð-
ur. Þessi ítölsku kyn þola sæmilega að vera innilukt en þríf-
ast þó mikið betur, einkum þau brúnu, fái þau að hafa all-
verulegt frjálsræði.
Minorka hœnsni. Þau eru spænsk og líkjast mjög mikið
ítölskum hænsnakynjum. Þau greinast eins og ítölsk hænsni
eftir lit i kyn, sem eru hvít og svört. Minorka hænsni eru
nokkru stærri en þau ítölsku, íullvaxnir hanar vega 3—3 y2
kg, en hænur 2 y2—3 kg. Þessi hænsnakyn hafa grásvart nef
og grásvarta fætur, hvítar eyrnaskífur og oftast stóran, ein-
faldan kamb, sum hafa krans eða rósarkamb. Bezt er að
þekkja Minorka og ítali i sundur á nef og fótalit. Minorka
eru gæf og rólynd, þola mjög vel að vera innilukt á tiltölu-
lega litlu svæði, og því tilvalin fyrir sjávarþorp og kaupstaði,
sem oft og einatt hafa ekki nema yfir litlum lóöum að ráða.
6*