Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 89
BÚFRÆÐINGURINN
85
vega 60—65 gr. Hænurnar sækja oft mjög fast á að unga
út og eru þolinmóðar og umhyggjusamar ungamæður.
Wyandottes hœnsni. Þau eru amerísk. Hanar vega SVz—4
kg, hænur 2!/2—3 kg. Liturinn getur verið hvítur, svartur,
gulur og silfurgrár. Þau hafa krans eða rósarkamb. Nef og
fætur er gult. Að öðru leyti má segja svipað um þau og það
sem sagt var um Plymouth Rocks hænsnin.
Rauð Rhode Islands hœnsni. Eins og nafnið bendir til þá
eru þau amerísk. Þau eru á stærð við Wyandottes hænsnin;
rauðbrún að lit, sum með einfaldan kamb, en önnur með
krans eða rósarkamb; gult nef og gula fætur. Að öðru leyti
gildir það, sem sagt var um Plymouth Rocks hænsnin, einnig
um þessi.
Af þeim amerísku hænsnum, sem nefnd hafa verið, eru
þessi talin bezt. Þau eru hraust og endast yfirleitt vel.
Innan varp- og kjöt-hænsnakynjanna var fyrir nokkrum
árum síðan meðal þessara hænsna methafinn í varpsam-
keppninni.
Metið var: 1. varpár verpt 291 eggi, 2. ár 277 eggjum;
3. ár 244 eggjum og 4. ár 233 eggjum, eða samtals 1045 eggjum.
Orpington’s hœnsni. Þau eru ensk. Kyn þau, er hér til
heyra, eru heldur seinþroska. Fullvaxnir hanar vega 4—5 kg.,
en hænur ca. 1 kg. minna. Litur þeirra er venjulegast hvítur
eða gulur, með hvitt nef og hvíta fætur, sem oft eru stuttir
og verða þeir einstaklingar lágfættir, rauðar eyrnaskífur
og lítinn lágan einfaldan kamb. Svart kyn, sem telst til Or-
pington’s hænsna, hefir svart nef og svarta fætur. Kyn
þessi eru harðgerð, hraust, gæf og rólynd. Þau þola vel heldur
þröng afgirt svæði. Hænurnar verpa vel og engu síður að
vetrinum en aðra tíma árs. Eggin eru brún- eða gulleit;
vega ca. 60 gr.
í fyrsta lagi vegna tíma og rúms minnist ég ekki á fleiri
kyn, og í öðru lagi finnst mér þess ekki svo mikil þörf. Það
er eigi nauðsynlegt, að við höfum svo mjög mörg kyn,
hænsnaræktin er ekki bættari með því.
Það má sjálfsagt fullyrða, að sá hænsnastofn, sem nú er
til í landinu, sé að mestu leyti óhreinkynja.