Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 92
88
BÚFRÆÐINGURINN
félögum, húsmannafélögum og samvinnufélögum þar í landi,
hafði undirbúið sýninguna og stóð fyrir henni að öllu leyti.
Þetta var landssýning og aðeins úrval úr því bezta sem þjóð-
in átti til, var sýnt.
Hlutverk sýningarinnar var að kynna hið bezta í land-
búnaði þjóðarinnar, og jafnframt að sýna þá þróun og þær
breytingar, sem hafa átt sér stað innan hans síðastliðin 150
ár. Ennfremur var leitazt við að draga fram samband land-
búnaðarins við aðra atvinnuvegi þjóðarinnar og þýðingu
hans fyrir þjóðarheildina.
Konungur íslands og Danmerkur opnaði sýninguna 17. júní.
Fór sú athöfn fram við stórt hringsvið, er hafði verið útbúið
nær miðju sýningarsvæðisins. Hestum og nautum var raðað
hlið við hlið á sviði þessu, hestum hið innra í hringnum
en nautum utar.
Þegar konungur hafði lokið ræðu sinni og afhent konungs-
verðlaunin, en það voru verðlaun á bezta graðhestinn og
bezta nautið, þá voru gripirnir leiddir eftir braut, er lá út
við girðingu þá, er umlukti hringsviðið. Nautin komu fyrst
og var konungsverðlaunanautið í fararbroddi. Teymdu tveir
hvítklæddir sveinar hvern bola. Hestarnir voru látnir brokka
hringbrautina og hljóp einn maður með hverjum hesti.
Alls voru 16 til 17 hundruð stórgripir á sýningunni. Þá
mátti skoða í skýlum þeim, er þeir voru hafðir í meðan á
sýningunni stóð. Fimm kúakyn voru sýnd. Mest bar á rauða
kyninu danska. Kýr af því kyni eru á öllum dönsku eyjun-
um. Nokkuð var þar af svartskjöldóttum kúm, sem venju-
lega eru kenndar við Jótland. Ennfremur nokkrir einstak-
lingar af stutthyrningum, jerseykúm og kúm af hollenzku
kyni.
Með kynbótum, úrvali og góðri meðferð hefir Dönum tekizt
að auka nythæð kúnna mjög mikið og mjólka þær nú marg-
falt við það sem þær gerðu fyrir 150 árum. En ending þeirra
er líka minni en þá og harðgerði þeirra viröist allmjög þorrið.
Það, sem vakti eftirtekt okkar íslendinga, var hin mikla
fita, er var á öllum sýningargripunum. Leit helzt út fyrir
að þeir hefðu verið aldir til slátrunar. Yfirleitt er farið mjög