Búfræðingurinn - 01.01.1939, Blaðsíða 93
BÚPRÆÐINGURINN
89
vel með allan búfénað í Danmörku, en þó sérstaklega með
þá gripi, er látnir eru á sýningar.
Fóðri þeirra og meðferð er hagað þannig, að útlit þeirra
verði sem allra glæsilegast.
Hestakyn voru þarna mörg og hestarnir yfirleitt fallegir.
Þeir voru prýðilega hirtir, sléttir og gljáandi. Sápuþvottur,
kambar og burstar höfðu auðsjáanlega gert sitt til að fegra
þá, áður en á sýninguna var komið.
Flest var af dráttarhestum, stórum og þungum, af józku
og belgisku kyni, en þar voru líka hestar af liprari kynjum,
sem notaðir eru til léttari aksturs og reiðar. Nokkrir hestar
voru þar af fjarðakyninu norska, bleikir að lit. Þeir eru
minni en dönsku hestarnir, en stærri en okkar hestar. Þessir
meðalstóru hestar eru notaðir dálítið á smábýlum í Dan-
mörku.
Af sýningunni mátti glöggt marka áhuga Dana á hrossa-
kynbótum. Þeir skilja vel hvers virði góðir hestar eru fyrir
landbúnaðinn. Þeim hefir orðið mikið ágengt í hrossarækt
sinni. Aðaláherzlan hefir verið lögð á byggingu hrossanna
ásamt stærð og þyngd.
Sú grein sýningarinnar, sem vakti mesta athygli, var
dýrasýningin. Þar mátti finna allar þær tegundir húsdýra,
sem nokkuð kveður að í Danmörku, allt frá kúm og hestum
niður að býflugunni, sem ég hygg vera þar minnsta húsdýr.
Mörg svín voru sýnd. Þar voru stórir geltir og gyltur með
mörgum grísum, ennfremur alisvín. Svínakjötsframleiðslan
er ein aðalframleiðsla Dana og danskt svínakjöt þykir eitt
hið bezta, sem fáanlegt er í veröldinni. Kjötgæðin skapast
að nokkru af vaxtarlagi svínanna, en þó aðallega af fóðri
því, sem grísirnir eru aldir á.
Sauðfé er fátt í Danmörku, helzt á Jótlandi. Sýndar voru
fáeinar kindur af tveimur enskum fjárkynjum, sem fyrir
löngu voru flutt til landsins. Þá voru þarna nokkrar græn-
lenzkar sauðkindur af íslenzku fjárkyni. Svipaði þeim mjög
til okkar sauðfjár. Kindur þessar höfðu verið fluttar alla
leið frá Grænlandi til Kaupmannahafnar.
Talið er að um 28 milljónir hænsna séu í Danmörku og