Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 94
90
BUFRÆÐINGURINN
hefir þeim fjölgað síðustu árin. Þar er líka dálítið af öndum
og gæsum. Mikið var af fuglum þessum á sýningunni. Danir
hafa gert miklar hænsnakynbætur, sérstaklega hafa af-
kvæmarannsóknirnar hjálpað til við að mynda nýja og
betri stofna en áður voru þekktir. Pjöldi fóðrunartilrauna
með hænsni hafa verið gerðar. Þær hafa gefið upplýsingar
um næringarþörf þeirra og fundið þau fóðurefni, sem hagan-
legast er að nota. Af hænsnakynjum eru brúnir og hvítir
ítalir langalgengastir í Danmörku, enda bar mest á þeim á
sýningunni. Þessi kyn hafa reynzt þar vel við breytileg skil-
yrði, og er það talinn stór kostur við þau, hvað vel þau geta
lagað sig eftir staðháttum.
Eggjaframleiðslan er þriðja stærsta framleiðslugrein Dana
og hafa þeir flutt út egg fyrir ca. 112 milljónir króna árlega
siðustu árin.
Jarðræktarsýningin var fjölbreytt. Þar var gefið yfirlit
í landabréfum og töflum yfir jarðvegstegundir í Danmörku.
Spurningunni viðvíkjandi vinnslu og ræktun jarðvegsins
var svarað með ótal mörgum myndum, er flestar voru frá
Villimýrinni stóru í Norður-Jótlandi. Þar hafa Danir þurrk-
að upp og ræktað stór landflæmi síðustu árin.
Myndirnar sýndu vinnuaðferðirnar við undirbúning lands-
ins og jarðyrkjuna, svo sem framræslu, tætingu og kölkun
jarðvegsins, sáningu grasfræs og að síðustu búpening á
beit á þessu landi fullræktuðu. Landinu hefir verið skipt í
skákir handa nýbýlum er hafa verið byggð þar.
Árangurinn af mismunandi jarðvinnslu og ræktun var
sýndur með lifandi plöntum teknum úti á ökrunum. í sam-
bandi við þennan hluta sýningarinnar voru gefnar upplýs-
ingar um súrstig það, er hinar einstöku nytjajurtir þrífast
bezt við, og um helztu kalknámur, er finnast í Danmörku.
Danskur jarðvegur er yfirleitt heldur súr, svo oft verður að
bera í hann kalk, sem eyðir hinum súru áhrifum.
Myndir af helztu aðferðum, er koma til greina við geymslu
og notkun búfjáráburðar, ásamt töflum, er sýndu verðmæti
hans samanborið við tilbúinn áburð, voru þarna.
Ein tilraunaskýrsla sýndi, hvaða þýðingu það hefir að