Búfræðingurinn - 01.01.1939, Síða 95
BÚFRÆÐINGURINN
91
koma áburðinum strax niður í moldina þegar búið er að
dreifa honum yfir akurinn. Áburður, sem lá 6 klst. ofan á
moldinni, tapaði á þeim tíma 16% af verðmæti sinu til á-
burðar, og áburður sem lá 4 sólarhringa, tapaði nær helm-
ing af áburðargildi sínu á þeim tíma. Nokkrar myndir voru
af góðri og lélegri áburðarhirðingu. Margar töflur sýndu
þýðingu þess, að aðskilja þvagið og saurinn strax og geyma
sitt í hvoru lagi. Danir telja að 30 tonn af þvagi hafi sömu
áburðarverkanir þegar það er borið á graslendi, eins og
7 pokar af kalksaltpétri og 6 pokar af kalíáburði. Þvagforir
voru 1936 á 88% af jörðum í Danmörku.
Á tveimur dagsláttum af landi var komið fyrir eftirlík-
ingu af skiptingu og notkun landsins, eins og það var um
1788, og eins og það er nú.
Önnur myndin sýndi hina gömlu lágreistu bæi með strá-
þökum og félagsnotkunina af landinu, eins og hún var áður
fyrr. Þetta var útbúið eftir gömlum teikningum og ljós-
myndum. Bæirnir stóðu í þyrpingu i kringum þorpsbrunn-
inn. Hverju býli fylgdi lítill afgirtur garður í kringum húsið,
lengra frá var hið ræktaða land. Því var öllu skipt í smá-
spildur á milli bændanna. Þegar þeir í félagi höfðu ræktað
dálítinn blett, þá var honum skipt á milli þeirra. Hvert býli
fékk þannig alltaf nýja landræmu, þegar bætt var við
hið ræktaða land. Land jarðanna lá því oft á mörgum stöðum
og eru dæmi til, að í sumum þorpum hafi jarðirnar átt land
á 70 stöðum.
Á hinni myndinni mátti sjá reisulega bæi umkringda af
trjágörðum og vel ræktuðum ökrum. Frá bæjunum liggja
vegir og með þeim síma- og raflínur. Þessi mynd átti að
tákna skipulag byggðanna og skiptingu landsins eins og það
er nú víðast hvar i Danmörku.
Heiðafélagið danska hafði 0,6 ha. af landi til umráða á
sýningunni. Þar var komið fyrir sýnishornum af öllum starfs-
þáttum félagsins, svo sem skógræktinni á heiðinni, skjól-
beltaræktinni, jarðvegsrannsóknum, ásamt timbur- og mó-
vinnsluafurðum.
Nokkrir grenitrjábolir höfðu verið reistir þar upp. Þeir voru